Félagslíf

Hvannadalshnjúkur

17 manna hópur lagði af stað klukkan tvö aðfaranótt miðvikudags 27. maí. Gengin var svokölluð Sandfellsleið. Einn þátttakandi þurfti því miður að snúa við á miðri leið vegna veikinda. Það voru 16 manns sem náðu toppnum eftir 9 og hálfs tíma göngu. Veður var eins og best verður á kosið. Heiðskýrt veður var mestan hluta leiðarinnar. Hitaský byrgðu aðeins sýn á toppnum en upplifunin var einstök. Allir komust fjallamenn niður og enginn þeirra dó.

Fólk ferðarinnar voru systkinin Bryndís og Þorvaldur (Olli) Þórsbörn. Þorvaldur var afbragðs fararstjóri og ferðaskipuleggjandinn Bryndís sveif upp brekkurnar eins og ekkert væri.

Myndir úr ferðinni:

http://www2.fa.is/~ulfar/hnukur09/index.htm

http://veftaekni.fa.is/ohs/hnjukur/hnjukur270509.ppsm

http://www.flickr.com/photos/gunnargeir/sets/72157618913027789/Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica