Áfangi

STÆ 122

  • Áfangaheiti: STÆR1RH03
  • Undanfari: Enginn. Þó er mælt með því að vera búinn með STÆ102.

Markmið

Markmið kennslunnar er að kynna fyrir nemendum helstu hugtök rúmfræðinnar og að þjálfa þá í að vinna með þessi hugtök.

Efnisatriði

Frumsendur og óskilgreind hugtök. Beinar og óbeinar sannanir. Frumhugtök rúmfræðinnar. Línur og horn í þríhyrningi og hornasumma þríhyrnings. Flatarmál og rúmmál. Saga evklíðskrar rúmfræði. Einshyrndir þríhyrningar. Pýþagórasarregla. Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi.

Námsfyrirkomulag

Námsefnið geta nemendur tileinkað sér á þeim hraða sem þeir kjósa en á nokkurra daga fresti verður opnuð ný gagnvirk æfing sem þeir eiga kost á að leysa innan ákveðinna tímamarka. Æfingarnar endurspegla áhersluatriði lokaprófs.

Kennslugögn

Stuðst er við kennslubókina Stærðfræði 103 eftir Jón Þorvarðarson, Reykjavík 2012 (svört kápa). Lesnir verða kaflar 6-12 að báðum meðtöldum.

Námsmat

Gagnvirkar æfingar allt að 30% Lokapróf a.m.k.70 % (lágmarkseinkunn 5,0)

Einkunnir fyrir gagnvirkar æfingar eru einungis reiknaðar inn í lokaeinkunn ef þær hækka þá einkunn, ella gildir lokaprófið 100%.

Tengd vefslóð