Áfangi

NÁT 123

  • Áfangaheiti: RAUN1EE05

Markmið

Að nemendur: Þekki helstu grunnhugtök efna- og eðlisfræði og nái að tengja þau við fyrri þekkingu og sitt daglega líf. Kunni skil á mismunandi orkugjöfum. Sjá Aðalnámsskrá framhaldsskóla, náttúrufræðihluta. Þjálfist í söfnun gagna, túlkun og framsetningu niðurstaða. Þjálfist í nýtingu tölvu- og upplýsingatækni í námi sínu. Geri sér grein fyrir mikilvægi gagnrýninnar hugsunar og frumkvæði. Viðfangsefni: Í áfanganum er minnst á vísindalega aðferð, reglur við mælingar og SI-einingakerfið. Einnig viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur gundvallar eðlis- og efnafræðilögmál og kenningar.

Efnisatriði

Í áfanganum eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem tvinnast saman nokkur grundvallar eðlis- og efnafræðilögmál og kenningar. Orkulögmálið er þungamiðja áfangans og ýmsar myndir þess tengdar tækni með íslenskar aðstæður að leiðarljósi.

Námsfyrirkomulag

Önnin skiptist í 5 lotur þar sem hver lota er 2 vikur. Kennari sendir bréf til nemenda í upphafi hverrar lotu með frekari upplýsingum um framvindu námsins. Nemendur skila 4 verkefnum til kennara. Skila má verkefnunum öllum í síðasta lagi á prófdegi. Nemendum er þó frjálst að skila verkefnunum fyrr og fá þá leiðréttingar og einkunn um hæl.

Kennslugögn

Eðli vísinda – inngangur að eðlis- og efnafræði eftir Guðrúnu Ragnarsdóttur og Kristin A. Guðjónsson. Mál og menning 2005.

Námsmat

Verkefni 20% (hvert gildir 5%). Lokapróf 80% (lágmarkseinkunn 5,0)

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Efnafraedi/Index.htm