Áfangi

ENS 523

  • Áfangaheiti: ENLÆ3LÓ05
  • Undanfari: ENSK3SA05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Þetta er séráfangi á læknaritarabraut. Markmiðið er að nemendur nái góðu valdi á þeirri sérhæfðu ensku sem notuð er í læknisfræði og skyldum greinum. Kennslubókin er ætluð til sjálfsnáms og í henni eru svör við þeim verkefnum sem þar eru.
Teknir eru tíu fyrstu kaflarnir. Fyrstu sjö fjalla almennt um uppbyggingu þessa sérfræðiorðaforða og þar er líka yfirlit um sérfræðisvið. Í seinni þremur köflunum eru tekin fyrir ákveðin líffærakerfi. Seinni hluti bókarinnar er notaður í ENS 622. Nemendur fá texta sem fjalla almennt um læknisfræði og eiga að þjálfast í orðaforða, stafsetningu og greinarmerkjasetningu með því að skrifa þá niður. Textana á síðan að senda til kennarans sem fer yfir þá, sendir til baka leiðrétta og metur til prófs. Ætlast er til að þessir textar séu sendir jafnt og þétt yfir alla önnina.

Kennslugögn

Peggy C. Leonard: Building a Medical Vocabulary, sixth edition.  Ekki þarf að kaupa bókina. Handbók læknaritara:  Bogi Ingimarsson, Eiríkur Páll Eiríksson og Gerður Helgadóttir. Þetta er góð handbók, en ekki er skylda að kaupa hana. Góð orðabók, ensk-ensk og/eða ensk íslensk – annað hvort á bók eða á netinu. Eins er gott að vera með medical dictionary, t.d. Dorland’s Medical Dictionary, en það er engin skylda. Dorland’s er til í tveimur stærðum og sú minni nægir. Eins er rétt að benda á að í kennslubókinni er orðasafn, og síðast en ekki síst:Orðabankann og Merriam-Webster á hvar.is á netinu.

Námsmat

Þetta er símatsáfangi og ekkert lokapróf. Lögð verða fyrir fimm orðaforðapróf á önninni sem gilda samtals 50%. Engin sjúkrapróf eru haldin. Læknabréf á ensku gilda 50%. Nemendur verða að ná lámarkseinkunn bæði á samanlögðum prófum og í tölvuverkefnum.