Áfangi

Kenningar í félagsfræði

Markmið

Nemandi ...

- þjálfist í að fjalla um félagsleg málefni á gagnrýninn og skipulegan hátt.
- þjálfist í að taka afstöðu til félagslegra málefna og geti rökstutt hana í ræðu og riti.
- öðlist skilning á því hvernig samfélagið mótar manninn og hvernig maðurinn getur mótað samfélagið.
- kynnist ýmsum viðfangsefnum félagsfræðinnar, hugtökum, kenningum og aðferðum.

Efnisatriði

Saga og hagnýting félagsfræði sem greinar
Mismunandi kenningaskólar innan félagsfræðinnar
Samskipti einstaklinga og hópa í hinu daglega lífi
Frávik, afbrot og kenningar um þau
Félagsleg lagskipting og stéttaskipting
Fjölmiðlar og kynhlutverk
Rannsóknir á ýmsum þáttum íslensks samfélag

Kennslugögn

Garðar Gíslason: Félagsfræði II. Kenningar og samfélag. Mál og Menning 2007 eða 2016.

Námsmat

Verkefni 30%
Lokapróf 70% (lágmarkseinkunn 5,0)