Áfangi

Spænska 3

  • Áfangaheiti: SPÆN1AU05
  • Undanfari: SPÆN1AF05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Hlustun: að nemandi geti fylgt aðalatriðum í samtali tveggja eða fleiri aðila á viðkomandi tungumáli þegar rætt er um almenn efni og talað er skýrt og greinilega; geti fylgst með frásögnum um efni sem hann þekkir þar sem talað er skýrt og greinilega. 
Lestur: að nemandi geti fylgt söguþræði í einföldum/einfölduðum bókmenntatexta; geti skilið aðalatriði í blaðagreinum og textum um almennt og sérhæfðara efni sem tengjast áhugasviði nemandans.
Samskipti: að nemandi geti sagt hvað honum líkar eða mislíkar; geti rökstutt mál sitt á einfaldan hátt; geti rætt við aðra um liðna atburði og áform með aðstoð viðmælenda við að tjá sjónarmið sín. 
Frásögn: að nemandi geti lýst fólki og umhverfi þess; geti sagt frá liðnum atburðum og persónulegri reynslu; geti endursagt munnlega stuttan ritaðan texta; geti haldið stutta kynningu á fyrirfram undirbúnu efni og geti rökstutt mál sitt á einfaldan hátt.
Ritun: að nemandi geti lýst nokkuð nákvæmlega ýmsu sem snertir daglegt líf (t.d. fjölskylda, fólk, skóli og umhverfi); geti skrifað frásögn um ýmis efni, í samræmi við orðaforða og málfræði áfangans.

Efnisatriði

Í áfanganum er lögð áhersla á alla færniþættina, þ.e. ritun, lesskilning, hlustun og munnlega tjáningu. Nemendur verða þjálfaðir í að öðlast betri skilning á töluðu og rituðu máli og að tjá sig á spænsku, bæði skriflega og munnlega. Þeir læra að segja frá liðnum atburðum og að endursegja lengri texta. Framtíð, skildagatíð og boðháttur kennd. Þeir lesa létta bókmennta- og nytjatexta og vinna verkefni tengd þeim. Nemendur eru þjálfaðir í réttritun og lesskilningi.

Námsfyrirkomulag

Á önninni verða tekin 2 kaflapróf, munnlegt próf og lokapróf. Verkefnin verða unnin jafnt og þétt yfir önnina og þeim skilað á réttum tíma. Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats. Nemendur þurfa að standast lokapróf til þess að fá vetrareinkunn metna.

Kennslugögn

¡Hola! ¿Qué tal? 3 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar)
Góð orðabók.
Skáldsaga (Upplýsingar hjá kennara) Hlustunarefni og gagnvirkar æfingar verða aðgengileg í Moodle.

Námsmat

Lokapróf 60%
Verkefni á önn 40%