Áfangi

Lyfhrifafræði 4

  • Áfangaheiti: LYHR3HK05
  • Undanfari: LÍOL2IL05 OG SJÚK2GH05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemandi:
• þekki áhrif helstu blóðlyfja, hjarta- og æðasjúkdómalyfja og æxlishemjandi lyfja
• kunni ofangreind lyf með nafni, sérheiti og samheiti
• skilji verkun lyfja úr ofangreindum flokkum
• geti skýrt verkun lyfja fyrir sjúklingum
• kunni að leita sér upplýsinga um lyf
• kunni skil á helstu aukaverkunum ofangreindra lyfja
• viti um helstu milliverkanir lyfja
• viti hvernig á að taka lyf og í hvaða skammtastærðum.

Efnisatriði

Segavarnalyf, segaleysandi lyf, hjartasjúkdómalyf, blóðþrýstingslækkandi lyf, þvagræsilyf, lyf við hjartasláttartruflunum, æðavíkandi lyf, beta-blokkar, kalsíumgangalokar, ACE-hemlar, angíótensín viðtaka blokkar, blóðfitulækkandi lyf, æxlishemjandi lyf, hormóna- og andhormónalyf, ónæmisörvandi lyf, ónæmisbælandi lyf, lyf við klígju, alnæmislyf.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, myndbönd, verkefnavinna.

Kennslugögn

Glærur frá kennara í Moodle. Ýmsar tímaritsgreinar.
Sérlyfjaskráin, rafræn útgáfa: www.serlyfjaskra.is

Námsmat

Lokapróf 75%

Verkefni 25%