Áfangi

Sjúkdómafræði 1

  • Áfangaheiti: SJÚK2MS05
  • Undanfari: LÍOL2SS05 og HBFR1HH05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemendur geti gert grein fyrir nokkrum grundvallarhugtökum í meinafræði og tengsl þeirra við sjúkdóma í mönnum. Að nemendur geti gert grein fyrir hlutverkum helstu samvægisferla í heilbrigði mannslíkamans. Að nemendur læri um þróun og sameiginleg einkenni helstu krabbameina og tengsl þeirra við umhverfis-og erfðaþætti. Að nemendur læri um meingerð, einkenni og orsakir algengustu sjúkdóma í þekjukerfi, stoðkerfi og taugakerfi.Að nemendur þekki algeng latnesk sjúkdómsheiti og tengsl þeirra við líffæra-og lífeðlisfræði.

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um grundvallarhugtök í meinafræði og þróun sjúklegra breytinga í líkamsvefjum. Það er fjallað nokkuð almennt um sýkingar, æxlisvöxt og umhverfislöskun og nokkuð ítarlega um sjúkdóma í stoðkerfi, taugakerfi og húð.

Kennslugögn

Hlekkur á kennslubók:The Nature Of Disease: Pathology For The Health Professions

Námsmat

Lokapróf 65%
Verkefni á önn 35%