Áfangi

Saga 2. áfangi

  • Áfangaheiti: SAGA2NS05
  • Undanfari: SAGA1MF05

Markmið

Að nemendur fái skýra mynd af íslensku þjóðfélagi á fyrri hluta 19. aldar, af kjörum almennings, sjálfstæðisbaráttu, umbótaviðleitni og síðan breytingum á 20. öld.

Að nemendur fái yfirlit um helstu hugmyndastefnur í Evrópu og tilraunir til að framkvæma slíkar hugmyndir til að breyta heiminum.

Að nemendur skilji áhrif tækninýjunga og geti metið hversu þær urðu til góðs og einnig þann vanda sem þær sköpuðu.

Að nemendur fái nokkra þekkingu á tildrögum styrjalda, einkum á 20. öld og kynni sér þau spor sem heimsstyrjöldin síðari markaði í sögu Íslands.

Að nemendur kanni tilurð ?velferðarríkis? 20. aldar.

Að nemendur öðlist nokkra þekkingu á mikilvægum sögulegum hugtökum og atburðum t.d. Vesturheimsferðum og kalda stríðinu.

Námsfyrirkomulag

Gert er ráð fyrir að nemendur þjálfist í gagnrýnni hugsun, átti sig á mikilvægi þess að geta séð söguleg málefni frá ólíkum sjónarhornum; geti séð samhengi milli svæða, sviða og tímaskeiða. Nemendur þjálfist í að afla sér og koma á framfæri sögulegri þekkingu. Lögð er áhersla á vandaða notkun heimilda. Beita þarf gagnrýnni hugsun þegar valdar eru heimildir, einkum af netinu. Nemendur verða að læra að nota heimildir af netinu og meta áreiðanleika þeirra.

Kennslugögn

Íslands- og mannkynssaga eftir Gunnar Þór Jónsson og Margréti Gunnarsdóttur. Notuð er rafræn útgáfu bókarinnar:
https://islands-ogmannkynssaga2.vefbok.forlagid.is/

Námsmat

Lokapróf 60%
Verkefni á önn 40%