Áfangi

Trúarbragðasaga

  • Áfangaheiti: SAGA2TS05
  • Undanfari: SAGA2NS05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Fjallað verður um hugmyndir um trúarbrögð og hvernig mennirnir hafa dýrkað guð/guði og æðri mátt í gegnum tíðina. Stærstu trúarbrögðum heims verða gerð skil, þ.e. hindúisma, búddisma, Gyðingdóm, Kristni og Islam. Lítillega verður fjallað um smærri trúarhreyfingar s.s. taoisma, confusíusisma, shinto, wicca, Ásatrú o.fl. einkum með verkefnavinnu nemenda. Það er nauðsynlegt ferðast um hina andlegu heima mannkyns með opnum huga og skilja fordómana eftir heima. Það er einmitt eitt af markmiðum áfangans: að opna augu nemenda fyrir sameiginlegum þáttum trúarbragðanna og varpa ljósi á það hvernig trúarbrögðin mótast af þeirri menningu sem fyrir er. Í lok áfangans eiga nemendur að þekkja inntak og sögu 5 helstu trúarbragða heims. Þekkja til trúarlegra goðsagna sem fylgt hafa manninum og hvernig mennirnir hafa mótað guði sína í gegnum tíðina ekki síður en guðirnir eru sagðir hafa mótað mennina.

Efnisatriði

1. Goðsögur 2. Konur í trúarbrögðum 3. Gyðingdómur 4. Kristni - islam 5. Hinduismi - búddismi

Kennslugögn

Kennsluhefti (78 bls.) er selt í gegnum Moodle í upphafi annar.

Námsmat

Lokapróf 55%
Verkefni og próf á önn 45%