Áfangi

Lausasölulyf

Markmið

Að nemandi:
• þekki helstu flokka lausasölulyfja
• kunni nöfn lausasölulyfja, sérheiti og samheiti
• þekki áhrif helstu lyfja sem selja má í lausasölu
• kannist við verkun lyfja sem seld eru í lausasölu
• kunni skil á helstu auka- og milliverkunum lausasölulyfja
• þekki hámark sem selja má af lyfjum í lausasölu
• viti hvernig á að nota lausasölulyf og í hvaða skammtastærðum
• geti veitt faglegar upplýsingar og ráðgjöf um lausasölulyf í apótekum
• þekki sérstaklega þau lausasölulyf sem þungaðar konur og konur með börn á brjósti verða að varast
• þekki til þeirra lausasölulyfja sem ákveðnir sjúklingahópar mega ekki nota
• kannist við helstu kvilla sem sjúklinga vantar ráðgjöf um í apótekum og geti veitt ráð við þeim
• geri sér grein fyrir mikilvægi þess að veita viðskiptavinum góðar upplýsingar um lausasölulyf.

Efnisatriði

Magalyf, þarmalyf, verkjalyf, bólgueyðandi, húðlyf, hóstalyf, kveflyf, neflyf, ofnæmislyf, augnlyf, eyrnalyf, munnlyf, tannlyf, nikótínlyf, lyf við njálg, lyf við lús, vítamín og steinefni. Sérheiti, samheiti, ábendingar, verkun, auka- og milliverkanir, frábendingar, hámark sem selja má í lausasölu, fagleg ráðgjöf, upplýsingamiðlun, dæmisögur um kvilla sem lausasölulyf eru notuð við.

Kennslugögn

Lausasölulyf. Guðrún Kjartansdóttir, vor 2019.

Námsmat

Verkefni, hlutapróf og lokapróf.