Áfangi

Íslenska 1

  • Áfangaheiti: ÍSLE2GM05
  • Undanfari: ÍSLE1GR05 eða íslenskueinkunn A eða B á grunnskólaprófi.
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Við lok áfangans skulu nemendur:

kunna skil á höfuðþáttum í norrænni goðafræði
vita deili á helstu goðum og hlutverki þeirra
þekkja sígildar goðsagnir í norrænni goðafræði
hafa kynnst uppruna íslensku og skyldleika mála og velt fyrir sér orðsmíð og merkingu
kunna skil á helstu breytingum íslensks máls frá öndverðu til okkar daga
vera meðvitaðir um íslenska málstefnu
geta skrifað um hugmyndaheim og þjóðfélagsmynd sem birtist í bókmenntum sem lesnar eru

Tímanum er skipt nokkuð jafnt milli goðafræði, málsögu og bókmennta Fyrst er Snorra-Edda lesin og leyst verkefni, síðan málsagan og bókmenntatextar.

Kennslugögn

Tungutak: Málsaga handa framhaldsskólum Ásdís Arnalds o.fl. JPV, 2007
Edda Snorra Sturlusonar, Gunnar Skarphéðinsson tók saman. Iðnú, 2011
Randafluga : Úrval smásagna og ljóða. Forlagið, 2020
Kjörbók (upplýsingar hjá kennara).

Námsmat

Lokapróf 45%
Verkefni á önn 55%