Áfangi

LÆR 206

Markmið

Markmið áfangans er að undirbúa nemendur sem best fyrir starf læknaritara.

Námsfyrirkomulag

Verkefnaskil eru í gegnum tölvupóst í kennslukerfinu Moodle. Kennari sendir leiðrétt verkefni til baka innan þriggja sólarhringa.
Glósulistar fylgja verkefnum.
Skyndipróf eru tekin í gegnum Moodle en lokapróf er tekið í heimahéraði eða FÁ.

Kennslugögn

Góð tölva þar sem hægt er að nálgast hljóðskrár ásamt orðalistum og verkefnum inni í Moodle.

Námsmat

Skilaverkefni og skyndipróf sem lögð eru fyrir yfir önnina gilda 40%, en eingöngu ef einkunn á lokaprófi er yfir 5.0.
Lokapróf áfangans gildir 60% en það er tekið í lok hverrar annar.