Útlán

Flest gögn safnsins eru til útláns gegn framvísun persónuskilríkja með mynd.

Ekkert kostar að fá bækur að láni.

Lánstími er tvær vikur nema bókasafnsstjóri ákveði annað, t.d. að ósk kennara. Hægt er að endurnýja lán einu sinni. Öll útlán eru tölvufærð.

Námsbækur, þar með taldar kjörbækur, orðabækur og handbækur, eru ekki lánaðar út af safninu. Tímarit eru heldur ekki lánuð út en notendum er bent á að hægt er, innan löglegra marka, að ljósrita greinarnar. Á sama hátt er hægt, innan löglegra marka, að skanna tímaritagreinar fyrir fjarnema.

Stöku sinnum eru nemendum lánaðar námsbækur út af bókasafninu, annað hvort í kennslustund eða í tölvustofu, oftast í samráði við kennara. Til að tryggja skilvísi þurfa nemendur að skilja eftir tryggingu á bókasafninu.

Í sérstökum tilvikum, t.d. þegar enginn starfsmaður safnsins er viðlátinn, er hægt að fá lánuð gögn án skírteinis. Þá þarf lánþegi að útfylla rækilega þar til gert eyðublað og skilja eftir á afgreiðsluborði. Slík útlán verða færð inn í tölvukerfið síðar.

Ef bókaverðir eru ekki á staðnum þegar gögnum er skilað á að fylla út skilamiða og setja í gögnin sem skilin eru eftir á afgreiðsluborðinu.

Áður er próf hefjast í lok hverrar annar eiga nemendur að vera búnir að skila öllum bókum á bókasafnið.

©Kristín Björgvinsdóttir

12. maí 2011

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica