Nám

MEGINMARKMIÐ

 

Námið á sérnámsbraut er einkum ætlað nemendum sem hafa fengið verulega sérkennslu í grunnskóla og verið í sérdeild eða sérskóla. Nemendur eiga kost á allt að fjögurra ára framhaldsnámi í FÁ að loknu grunnskólanámi.

Hlutverk og markmið brautarinnar er að nemendur fái tækifæri til að stunda nám við hæfi innan félagsheildar fjölbrautaskóla, til að viðhalda og auka þekkingu sína og færni til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs. Lögð er áhersla á að nemendur á brautinni einangrist ekki heldur séu þeir hluti af skólaheildinni.

 

 

 

Íslenska / mál og boðskipti

Að nemandi  geti  lesið sér til gagns og gamans

Að nemandi  geti  tjáð sig á skiljanlegan hátt og hlustað á aðra flytja mál sitt

Að nemandi  geti  ritað og stafsett mismunandi texta

Að nemandi  þekki nokkur málfræðihugtök og geti beitt þeim í töluðu og rituðu máli

Að nemandi verði fær um að tjá hugsanir sínar og langanir

Að nemandi auki málþroska sinn, þ.e. málskilning, tal og/eða aðra tjáningu

Að nemandi noti aðrar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir

 

STÆRÐFRÆÐI

Að nemandi kunni hluta af stærðfræði daglegs lífs og verði fær um að beita þeirri kunnáttu í daglegum störfum.

 

ÍÞRÓTTIR

Að nemandi efli líkamsfærni og þol og verði um leið meðvitaður um mikilvægi reglubundinnar hreyfingar og líkamsræktar

Að nemandi haldi við og/eða auki úthald, styrk, liðleika og samhæfingu

 

HEILBRIGÐISFRÆÐI 

Að nemandi þekki helstu hreinlætiskröfur og geti sýnt hreinlæti og snyrtimennsku í verki

Að nemandi öðlist góða líkamsvitund, upplifi og fræðist um uppbyggingu og starfsemi líkamans

Að nemandi verði meðvitaður um kynþroska, kynheilbrigði og kynferðislega ábyrgð

Að nemandi fræðist um holla næringu

Að nemandi fræðist um skynfæri sín

Að nemandi fái örvun á mismunandi svæðum líkamans með nuddi

 

LANDAFRÆÐI

Að nemandi fræðist um umhverfið, veröldina sem við lifum í, sögu hennar, mismunandi félagslegar aðstæður og menningarlegt umhverfi

 

SAGNFRÆÐI

Að nemandi þekki sögu íslenska lýðveldisins, form þess og gerð, helstu tákn og lykilpersónur bæði fyrr og nú

Að nemandi fræðist um hluta úr sögu íslenska lýðveldisins

 

LIFSLEIKNINÁM

Að nemandi stundi nám í almennum lífsleikniáfanga og tileinki sér kunnáttu og færni í þeim áfanga

Að nemandi verði öruggari innan veggja skólans og þekki þá þjónustu sem þar er boðið upp á

Að nemandi fái innsýn í störf á hæfingarstöðum, á vernduðum vinnustöðum og í völdum fyrirtækjum á almennum vinnumarkaði

Að nemandi geti farið sjálfur í og úr skóla fótgangandi, á hjóli eða með almenningsvögnum

Að nemandi sé sem best undirbúinn til að takast á við bóklegan hluta ökuprófs

Að nemandi öðlist sem mesta færni og öryggi við athafnir daglegs lífs

Að nemandi geti látið í ljós hvaða tómstundir höfða til hans

Að nemandi  geti valið sér viðfangsefni sem varða tómstundir hans

Að nemandi þekki helstu umferðarreglur gangandi vegfarenda

 

HEIMILISFRÆÐI

Að nemandi þekki helstu hreinlætiskröfur og geti sýnt hreinlæti og snyrtimennsku í verki

Að nemandi þekki ákveðin tæki og áhöld og geti notað þau rétt

Að nemandi geti séð um og tekið þátt í heimilisstörfum, eldamennsku og borðhaldi

Að nemandi þekki hugtökin umhverfisvernd og endurnýting og geti tileinkað sér þau í verki

Að nemandi  geri sér grein fyrir að heilbrigðar lífsvenjur eru undirstaða góðrar heilsu

Að nemandi fræðist um nokkrar hreinlætiskröfur

Að nemandi þekki/fræðist um ákveðin tæki og áhöld og geti notað þau

Að nemandi fræðist um hollar lífsvenjur hvað varðar næringu og drykk

 

ENSKA

Að nemandi geti tekið þátt í umræðum um kunnugleg málefni og tjáð sig á viðeigandi hátt eftir aðstæðum

Að nemandi  geti hlustað á og skilið meginatriði talaðs máls

Að nemandi skilji algeng orð og orðasambönd í töluðu og rituðu máli

Að nemandi geti skrifað ýmsar gerðir texta á hnökralausu máli

Að nemandi geti tjáð sig lítillega á ensku

 

UPPLÝSINGA- OG TÆKNIMENNT

Að nemandi geti nýtt tölvu og nokkra möguleika sem hún hefur upp á að bjóða sér til gagns og/eða ánægju

Að nemandi geti notað fylgihluti, rofa og hluti tengda þeim til að stjórna orsök og afleiðingu

 

NÁTTÚRUFRÆÐI

Að nemandi fræðist um íslenska náttúru

 

MYNDMENNT

Að nemandi fái tækifæri til að uppgötva og þroska hæfileika sína til sköpunar

Að nemandi noti mismunandi efni

Að nemandi tjái sig á mismunandi hátt í fjölbreyttum verkefnum

Að nemandi túlki hugmyndir í listaverkum

Að nemandi þekki form og liti 

Að nemandi skoði ólík listaverk

 

TÓNLANDAFRÆÐI

Að nemandi hlusti á fjölbreytta gerð tónlistar og fræðist um leið um land, tónskáld og tónlist frá ýmsum löndum og tímum

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica