Pakistan

Draumur rætist um FÁ skóla í Pakistan

Haustið 2006 hófu þrjár stúlkur, Sara, Karlotta og Harpa,að safna peningum með það að markmiði að byggja skóla fyrir 200 börn í Pakistan. Stofnuð var hjálparstarfsnefnd sem byrjaði á að selja kaffi og kleinur í skólanum. Starfið vatt upp á sig, fleiri bættust í hópinn og krónunum fjölgaði í sjóðnum með tímanum. Ýmsum þótti markmiðið fjarlægt í byrjun. Hvernig átti að vera hægt að safna næstum þrem milljónum króna með kaffisölu, tónleikum, ljóðabókum og sölu á notuðum fatnaði? Var ekki nóg að kaupa eina geit?

Núna fjórum árum síðar er draumurinn orðinn að veruleika. Skólinn er risinn í Gujranwala í Pakistan. Hann var byggður í samstarfi við ABC hjálparstarf og var vígður við hátíðlega athöfn fyrir stuttu síðan.

Guðrún Margrét framkvæmdastjóri ABC sagði í bréfi til skólans að börnin hefðu beðið eftir þjóðhetju sinni, Söru, til að vígja skólann en notað tækifærið þegar Guðrún kom. Vonandi hefur Sara tækifæri síðar til að fara og sjá þetta allt með eigin augum. Framkvæmdastjóri ABC þakkaði stjórnendum skólans stuðninginn við söfnunina.

Allir í hjálparstarfsnefndinni mega vera stoltir með árangurinn og eins allir þeir sem lögðu peninga til málefnisins. Fjölbrautskólinn við Ármúla er stoltur af sínu fólki.

Guðrún Margrét hjá ABC tók myndirnar hér fyrir neðan. Hægt er að sjá fleiri myndir á slóðinni:
http://www.dropbox.com/gallery/11079247/2/Pakistan/Gujranwala?h=3d99a3pak_2

pak_3

pak_4

pak_5

pak_6

 

Skólastarfið hafið í Gujranwala

Kennslan fer fram í leiguhúsnæði í Gujranwala þangað til skólabyggingin okkar verður tilbúin.

GRLA1

Lesa meira
 
pakistan

Safnast hafa kr. 79.912

PakistanFjölbrautaskólinn við Ármúla safnar fyrir byggingu skóla í Pakistan.

Markmið nefndarinnar er að safna fyrir byggingu 200 barna skóla með öllu því sem til þarf.

Hægt er að leggja inn á reikning hjá ABC barnahjálp:

Kt. 690688-1589

Banki: 1155-15

Reikningur: 41700

 

Allar hugmyndir og aðstoð varðandi söfnunina eru vel þegnar.

Harpa   n16058371@fa.is

Sara     n07108053@fa.is

Karlotta n14017955@fa.is

 

Lesa meira
 StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica