Kennslumat

Kennslumat er þáttur í sjálfmatsáætlun skólans.

Kennslumat á haustönn 2013 fór fram 23. október - 6. nóvember.
Kennslustjórarnir ákváðu í samráði við fagstjóra hvaða áfanga skuli meta. Þú getur smellt á Kennslumat - áfangar til að sjá lista yfir þá áfanga sem fóru í mat á haustönn 2013.

Könnunin fór fram á vefrænu formi og er öll nafnleynd tryggð.

Smelltu hér til að sjá niðurstöður kennslumats á haustönn 2013.


Leiðbeiningar

Krækja í kennslumatið er á "Mínum síðum".

Nemandi þarf bara einu sinni að tilgreina þar notandanafn og lykilorð og muna „Mínar síður“ það þegar næsti áfangi er metin eða vefpóstur opnaður.

Notandanafn og lykilorð eru sömu og í staðarneti skólans.

Eftir mat á hverjum áfanga þarf að smella á Senda svör til að staðfesta matið og senda.

Áfanginn hverfur þá úr lista þeirra áfanga sem nemandinn á að meta.


Niðurstöður könnunarinnar verða svo birtar á heimasíðu skólans í lok annar.

Með kennslumati gefst nemendum tækifæri til að meta námið og kennslu og eru niðurstöður kennslumats aðgengilegar á þessari síðu.

Kennarar fá niðurstöður kennslumats í sínum áföngum og kennslustjórar/fagstjórar geta fengið niðurstöður mats í ákveðnum greinum.

Niðurstöðum er ætlað að draga fram sterkar hliðar og veikar og á grundvelli niðurstöðu kannananna verður gripið til viðeigandi aðgerða.

Niðurstöður kennslumats:(Síðast uppfært 1.12.2013)

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica