Skólanefndarfundur 16. nóvember 2011

125. fundur skólanefndar Fjölbrautaskólans við Ármúla
í fundarherbergi 16. nóvember 2011 kl. 12:00

Mætt: Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Fanný Gunnarsdóttir, Gísli Ragnarsson, Ólafur H. Sigurjónsson og Úlfar Snær Arnarson og Ásgeir Beinteinsson. Helmut Hinrichsen þróunarstjóri sat fundinn.  Marta Guðjónsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá.

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp og samþykkt. Ákveðið að fundargerðir skólanefndar verði framvegis birtar á vefsíðu skólans. Gísli vakti athygli á að nemendatölur hefðu breyst frá síðasta fundi all margir hefðu hætt (sjá lið 2).
  2. Skólanámskrá almennur hluti. Helmut fór yfir nokkur atriði, bent á að skólanefndin skoði sérstaklega menntastefnu skólans. Fram kom að eineltisstefna væri óheppilegt orð. Rætt um verkefnið nám er vinnandi vegur. Nemendur sem komu inn í skólann í ágúst í tengslum við verkefni voru 221. Mikið brottfall er fyrirsjáanlegt í þessum hópi. Rætt um hvað best væri að gera.
  3. Greiðsla vegna skólanefndarfunda. Tillaga að taka upp reglu sem gilti áður. 3 einingar til nefndarmanna en 6 til formanns. Skólameistara falið að kanna fyrirkomulag hjá öðrum skólum.
  4. Önnur mál:
    a)     Gísli fjallaði stuttlega um fjármál. Staðan mjög þröng en uppbætur vegna viðbótanemenda lagar stöðu væntanlega nokkuð.
    b)     Ásgeir tók upp umræðu um tölvumál. Vond staða í skólum víða, einkum grunnskólum.

    

 

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica