Heilbrigðisskólinn

Áfangalýsingar

LÍB 101

Í áfanganum er fjallað um áhrif vinnuumhverfis á starfsmanninn svo sem hvernig stærð og skipulag vinnurýmis, rúm, stólar, borð og hjálpartæki hafa áhrif á vinnuaðstöðu og vinnuhreyfingar. Rætt er um grundvallaratriði góðrar vinnutækni sem gerir einstaklingnum kleift að átta sig á hvort vinnuaðferðir hans séu hættulegar með tilliti til álags á líkamann. Kynnt verða ýmis hjálpartæki sem geta dregið úr líkamlegu álagi við vinnu og hættu á álagsmeinum. Í verklegum hluta eru ýmis hjálpartæki kynnt og áhersla lögð á rétta líkamsbeitingu og vinnutækni.
Áfanginn er kenndur samhliða LOL 103 og HJV 103. Meira

LYF 112

Í áfanganum er lyfjafræði kynnt með hliðsjón af hugtökum í Sérlyfjaskrá. Nemendur læra að fletta í Sérlyfjaskrá og afla sér upplýsinga um lyf. Farið er í reglur er varða greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands á lyfjum. Nemendur kynnast helstu lyfjaformum, töku lyfja og hvað verður um lyf í líkamanum. Fjallað verður um áhrif helstu lausasölulyfja og lögð áhersla á verkjalyf og meltingarfæralyf. Meira

SKL 101

Skjalastórnun.
Markmið áfangans er að nemendur kynnist helstu kenningum og aðferðum við skipulag skjala og gagnasafna. Læri um meðferð efnis á skjalasöfnum m.t.t.öryggis gagna og endingar. Læri um lög og reglugerðir er varða meðferð skjala og aðgang að þeim. Kynnist starfsemi læknisfræðibókasafna, stjórnun þeirra og uppbyggingu, helstu heimildaritum, upplýsingaleiðum, gagnagrunni á sviði læknisfræði og skyldra greina.
Séráfangi fyrir læknaritara. Meira

VIN 101

Vinnan og vinnumarkaðurinn.
Markmið áfangans er að grundvallarþættir íslensks vinnumarkaðar sé nemandanum ljós og að nemandinn geti fjallað um vinnumarkaðinn og launamanninn af nokkurri þekkingu og átt auðveldara með að fóta sig á vinnumarkaðnum sjálfur.
Séráfangi fyrir hjúkrunar- og móttökuritara. Meira

VVM 101

Vinnan og vinnumarkaðurinn Meira
 

StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica