Heilbrigðisskólinn

Skipulag náms

Samkvæmt nýrri námskrá í lyfjatækni sem byrjað var að kenna eftir haustið 2004, þá teljast sérgreinar lyfjatæknabrautar 110 einingar og flestar þeirra er einungis hægt að taka í Heilbrigðisskólanum. Af þessum 110 ein. eru 14 ein. starfsnám.

Boðið upp á fjarnám í Fjölbrautaskólanum við Ármúla, bæði í almennum greinum og nokkrum sérgreinum brautarinnar. Ekki er hægt að taka lyfjatæknanámið alfarið í fjarnámi.

Nám lyfjatækna breyttist töluvert og lengdist við það að færa það yfir í fjölbrautaskóla. Í dag eru ca. helmingur nýnema á lyfjatæknabraut með stúdentspróf og ljúka þeir náminu á 4-5 önnum. Lyfjatækninemar læra m.a. lyfhrifafræði, hjúkrunar- og sjúkragögn, lyfjagerð, lyfjahvarfafræði, sjúkdómafræði, afgreiðslutækni, lyfjalög, félagslyfjafræði og lyfjafræði náttúruefna.

Kennsla á lyfjatæknabraut samanstendur af fyrirlestrum, verklegri þjálfun, sýnikennslu og hópa- og verkefnavinnu. Námsgögn eru íslenskar, danskar og enskar kennslubækur en nokkur skortur er á námsbókum svo mikið er stuðst við glósur í tímum.

Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri lyfjatæknabrautar, Bryndís Þóra ÞórsdóttirSenda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica