Heilbrigðisskólinn

Skipulag náms

Samstarf er á milli Fjölbrautaskólans við Ármúla og Fótaaðgerðaskóla Íslands um nám í fótaaðgerðafræði. Námið  er samtals 125 einingar,  23 einingar í almennum greinum, 42 einingar í almennum heilbrigðisgreinum og 60 einingar í sérgreinum fótaaðgerðafræði.

Námið fer fram samkvæmt gildandi aðalnámskrá framhaldsskóla í fótaaðgerðafræði. Námið dreifist á sex til sjö annir. Fjölbrautaskólinn við Ármúla sér um innritun nemenda og námsferil.  Nám  í almennum greinum og almennum heilbrigðisgreinum er sameiginlegt með starfsmenntabrautum Heilbrigðisskólans og fer fram  í Fjölbrautaskólanum við Ármúla.  Gert er ráð fyrir að nemendur ljúki þessum fyrri hluta námsins á þremur til fjórum  önnum.

Síðari hluti námsins fer fram í Fótaaðgerðaskóla Íslands þar sem sérgreinar brautarinnar eru kenndar á þremur samliggjandi önnum. Vinnustaðanám á ábyrgð Fótaaðgerðaskólans fer fram á tveim seinni önnunum.

Nánari upplýsingar um sérgreinarnar er að finna á heimasíðu Fótaaðgerðaskóla Íslands, www.snyrtiakademian.is

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica