Heilbrigðisskólinn

Starfsþjálfun / vinnustaðanám

Vinnustaðanám fer fram í Fótaaðgerðaskóla Íslands á tveimur seinni önnunum og er skipulagt sem tólf eininga skólanám með vinnustaðaívafi. Náminu er skipt í fjóra áfanga sem ætlað er að þjálfa nemendur í störfum fótaaðgerðafræðinga og kynna þeim vinnuumhverfi og mögulegan starfsvettvang.

Leitast er við að búa til umhverfi sem líkist fótaaðgerðastofu í rekstri þar sem skjólstæðingur getur pantað sér þjónustu að vild. Í verklegri kennslustofu skólans eru tíu sérhannaðir klefar þar sem hver og einn er útbúinn með meðferðarstól, vinnuborði og vinnustól. 

Í apríl 2010 var skrifað var undir samning milli Fótaaðgerðaskóla Íslands og Mennta- og starfsþróunardeildar, vísinda-, mennta- og gæðasviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss. LSH leitast við að veita nemendum í fótaaðgerðafræði aðstöðu til að stunda verknám innan spítalans í samræmi við námskrá og námsmarkmið Fótaaðgerðaskóla Íslands. Einnig mun LSH kynna fyrir nemendum stefnu og starfsemi spítalans. Nemendur frá Fótaaðgerðaskóla Íslands hafa farið í vettvangsnám á á Göngudeild húðsjúkdóma á LSH. 

Í starfsþjálfun er ætlast til að nemendur öðlist verklega færni og sýni sjálfstæði í vinnubrögðum við meðhöndlun og ráðleggingar til skjólstæðings.

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica