Heilbrigðisskólinn

Um brautina

Fótaaðgerðafræðingar teljast til heilbrigðisstétta. Starfsheiti þeirra er lögverndað skv. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur fótaaðgerðafræðinga.  Starfsvettvangur fótaaðgerðafræðinga er innan heilbrigðis- og félagsþjónustu á stofnunum eða á einkareknum stofum.

Með fótaaðgerð er átt við meðhöndlun fótameina, s.s. að fjarlægja harða húð, líkþorn og vörtur, klippa og hreinsa neglur, þynna óeðlilega þykkar neglur, meðhöndla niðurgrónar neglur og sérsmíða spangir. Enn fremur að útbúa hvers konar hlífar sem eiga að létta álagi af einstökum svæðum á fótum. Hér er átt við stoðhlífar sem létta eiga álagi á líkþorn, sár og vörtur, sérsniðin innlegg og meðferðarskó sem eiga að draga úr og/eða dreifa álagi á afmörkuð svæði neðan á fæti.

Markmið náms og kennslu í fótaaðgerðafræði er að gera nemandann hæfan í starfsgrein sinni og þjálfa verklega færni sem nýtist honum  til starfa á vinnumarkaði.

Til að hefja nám á námsbraut í fótaaðgerðafræði þarf nemandi að hafa lokið skyldunámi í samræmi við ákvæði aðalnámskrár grunnskóla. Nemandi þarf að hafa náð 18 ára aldri þegar hann hefur nám í sérgreinum í Fótaaðgerðaskóla Íslands.

Að loknu námi er sótt er um löggildingu og starfsleyfi hjá Landlæknisembættinu.

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica