Heilbrigðisskólinn

Viðbót til stúdentsprófs

Samkvæmt breytingum á aðalnámskrá framhaldsskóla sem menntamálaráðherra staðfesti í janúar 2002, geta nemendur sem ljúka námi á starfsmenntabrautum nú bætt við einingum og lokið stúdentsprófi.

Nemendur á námsbraut fyrir heilsunuddara skulu bæta við sig námi í almennum bóknámsgreinum þannig að heildarnám í einstökum greinum verði ekki minna en:

íslenska 15 einingar 
enska        12 einingar 
stærðfræði   6 einingar
Að auki skulu nemendur bæta  við sig samtals 12 einingum í tungumálum/náttúrufræðigreinum og stærðfræði/samfélagsgreinum samkvæmt eigin vali.  Miða skal við að nám í grein verði ekki minna en 9 einingar samtals.  Stærðfræði er þó undanskilin þeirri reglu.

Þar sem slíkt stúdentspróf tryggir ekki aðgang að öllu námi á háskólastigi eru nemendur hvattir til að afla sér upplýsinga um kröfur sem skólar gera um undirbúning.

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica