Heilbrigðisskólinn

Áfangalýsingar

HJÚ 103

Að nemandi

 • kynnist forsendum hjúkrunarstarfa og um hvað þau störf snúast.
 • þekki umönnunarhugtakið og geta útskýrt hvað felist í því
 • þekki og geti útskýrt hvað felst í hugtökunum heilbrigði og sjúkdómsástand
 • geti útskýrt samverkun andlegra, líkamlegra og félagslegra þarfa skjólstæðinga
 • geti gert grein fyrir hlutverkum sjúkraliða í hjúkrun skjólstæðinga
 • þekki  samhengi milli ástands skjólstæðings og hjúkrunarþarfa
 • hafi þekkingu og færni til að skipuleggja og framkvæma morgunaðhlynningu
 • geti gert grein fyrir mikilvægi athugana og skráningar í framvindu hjúkrunar
 • geti útskýrt mikilvægi svefns og hvíldar
 • þekki leiðir til að fyrirbyggja fylgikvilla rúmlegu
 • þekki helstu ákvæði laga um réttindi sjúklinga
 • skilji mikilvægi þagnarskyldu og trúnaðar í samskiptum við skjólstæðinga.
Meira

HJÚ 203

Í áfanganum er fjallað um stöðu aldraðra í samfélaginu og þætti sem móta hana. Heilbrigðislöggjöfin og lög um félagslega þjónustu eru kynnt. Viðhorf nemanda og aldraðra sjálfra til öldrunar eru skoðuð. Helstu kenningar um öldrun eru raktar og hvernig þær móta aðgerðir stjórnvalda í öldrunarmálum. Farið er yfir helstu andlegar, félagslegar og líkamlegar breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Lögð er áhersla á heilsueflingu og lífsgæði aldraðra. Helstu heilsufarsvandamálum aldraðra og viðeigandi hjúkrun eru gerð skil. Fjallað er ofbeldi gegn öldruðum. Kynntur verður tilgangur og notkun RAI-mats (raunverulegur aðbúnaður íbúa), vistunarmats og viðurkenndrar hjúkrunarskráningar. Fjallað er um lífslok og þau tengd siðfræðilegri umræðu. Fjallað er um mismunandi siðvenjur við lífslok.
Áfanginn er kenndur samhliða áfanganum HJÚ 303. Meira

HJÚ 303


Í áfanganum er megináherslan á hjúkrun langveikra, bráðveikra mikið veikra einstaklinga.  Fjallað verður um sjúkrahúsumhverfi, bráð og langvinn veikindi og áhrif veikinda  á líf einstaklinga og fjölskyldna, algeng viðbrögð og bjargráð.  Áhersla verður á  hjúkrun í illkynja sjúkdómum og  helstu aukaverkanir meðferðar vegna illkynja sjúkdóma. Einnig verður fjallað um hjúkrun og meðferð einstaklinga með langvinna sjúkdóma svo sem lungnasjúkdóma, MS, sykursýki og sjúkdóma í meltingarfærum.  Áhersla er lögð á mikilvægi viðurkenndrar hjúkrunarskráningar og nákvæms eftirlits í hjúkrunarstörfum. Fjallað verður  um mikilvægi samskipta skjólstæðinga, aðstandenda og starfsfólks í bataferlinu. Sjúkdómsgreinandi rannsóknir verða kynntar þar með talið undirbúningur og eftirlit vegna þeirra. Áfanginn er kenndur samhliða áfanganum Hjúkrun203.

Meira

HJÚ 403

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að
-  þekkja helstu tegundir skurðaðgerða
- skilja og virða ólíka upplifun á því að gangast undir skurðaðgerð
- þekkja og geta útskýrt algengustu rannsóknir sem gerðar eru fyrir aðgerð
- þekkja og geta útskýrt helstu atriði í undirbúningi sjúklinga fyrir aðgerðir
- geta gert grein fyrir helstu athugunun á skjólstæðingi eftir aðgerðir
- geta útskýrt muninn á deyfingu og svæfingu
- geta útskýrt mikilvægi nákvæmrar skráningar hjúkrunarupplýsinga eftir aðgerðir
- geta talið upp einkenni losts
- þekkja forsendur vökvagjafa í æð og geta útskýrt mikilvægi réttrar umgengni við æðaleggi
- þekkja einkenni aukaverkana við blóðgjafir og viti hvernig skal bregðast við þeim
- þekkja sogtæki og geta útskýrt í hverju notkun þeirra felst
- þekkja forsendur sondugjafar
- þekkja helstu gerðir stóma og algengustu orsakir þess að einstaklingur fær stóma
- geta meðhöndlað hjálpartæki stómaþega
- geta útskýrt muninn á slagæða-og bláæðasárum, skurðsárum og áverkasárum og útskýrt algengustu meðferðir við sáragræðingu
- þekkja mismunandi umgengnisreglur við skjólstæðinga sem hafa hrein eða sýkt sár
- þekkja algengustu gerðir sáraumbúða og geta umgengist sótthreinsaðar sáraumbúðir rétt
- þekkja einkenni og orsakir bráðra verkja og algengustu bjargráð Meira

HJÚ 503

Að nemendur
kynnist helstu kenningum um þroskaferli fjölskyldunnar, hugmyndafræði heilsueflingar og heilbrigðisfræðslu
þekki eðlilegt barneignarferli og helstu frávik þess
þekki eðlilegan vöxt og þroska barna og unglinga og viðbrögð barna og unglinga við vanheilsu
þekki einkenni ofbeldis innan fjölskyldu og afleiðingum þess
geti mætt mismunandi hjúkrunarþörfum barna og unglinga
þekki þær breytingar sem verða hjá fjölskyldu, þegar barn þarf að vistast á stofnun
þekki þörfina á þverfaglegri samvinnu í fjölskylduhjúkrun
þekki meginhugtök í geðhjúkrun og hafi yfirsýn yfir algeng meðferðarform
geti greint frá helstu þáttum er tengjast hugmyndafræði geðhjúkrunar
Meira

HJV 103

Að nemendur

 • Verði færir um að framkvæma algeng störf á heilbrigðis- og sjúkrastofnunum, sem tengjast starfsviði sjúkraliða
 • Læri að tengja bóklega þekkingu við verklega framkvæmd við aðhlynningu sjúkra með tilliti til sérþarfa hvers og eins
 • Geri sér grein fyrir mikilvægi athugana á líkamlegu og andlegu ástandi skjólstæðinga
 • Tileinki sér vinnubrögð, sem að einkennast af umhyggju fyrir skjólstæðingum, góðri skipulagningu, hreinlæti og smitgát
 • Tileinki sér góð samskipti í samstarfi sjúklinga, starfsmanna og aðstandenda
Meira

SAS 103

Að nemandi
geri sér grein fyrir gildi skilvirkra samskipta í starfi og öðlist öryggi og trú á eigin getu í tjáskiptum.
geta gert grein fyrir áhrifum eigin fordóma og tilfinninga á tjáskipti
geta gert grein fyrir menningarlegum áhrifum á samskiptahætti og tjáskiptareglur ólíkra samfélaga
sýna framkomu sem einkennist af virðingu og fordómaleysi
þekkja þá þætti sem hafa áhrif á samskiptahæfni einstaklings í kvíða- og streituvaldandi aðstæðum
geta gert grein fyrir áhrifum líkamstjáningar á gæði samskipta
þekkja áhrifamátt orðavals í samskiptum
geta sýnt fram á færni í samskiptatækni og málamiðlun
geta útskýrt mikilvægi virkrar hlustunar í samskiptum
geta útskýrt hvað lokar fyrir og hvað eykur flæði tjáskipta
þekkja þau atriði sem hafa ber í huga í samræðum um viðkvæm málefni
búa að grundvallarfærni í samskipta- og viðtalstækni
Meira

SJÚ 103

Að nemandi
geti gert grein fyrir nokkrum grundvallarhugtökum í meinafræði og tengsl þeirra við sjúkdóma í mönnum.
geti lýst hvernig hægt er að minnka líkur á frumulöskun af völdum umhverfisþátta.
þekki hlutverk helstu samvægisferla í heilbrigði mannslíkamans.
læri um þróun og sameiginleg einkenni helstu krabbameina og tengsl þeirra við umhverfis-og erfðaþætti.
geti gert grein fyrir meingerð, einkennum og orsökum algengustu sjúkdóma í þekjukerfi, stoðkerfi og taugakerfi. Meira

SJÚ 203

Að nemandi
læri um meingerð, einkenni, orsakir og mögulegar afleiðingar algengra sjúkdóma í innkirtlum, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi.
þekki einkenni, orsakir og meðferðarmöguleika algengra geðrænna sjúkdóma.
geti útskýrt ákveðin sjúkdómseinkenni út frá lífeðlisfræðilegum breytingum sem verða í líkamanum við samvægistruflanir og sjúklegt ástand.
geti lýst hvernig hægt er að draga úr einkennum eða fyrirbyggja samvægistruflanir og sjúklegt ástand með breytingum á lífsvenjum. 
þekki algeng latnesk sjúkdómaheiti og tengsl þeirra við líffæra-og lífeðlisfræði Meira

STÞ 108

Áfanginn er reynslutími fyrir sjúkraliðanema á heilbrigðisstofnun og stendur yfir í 16 vikur (80 vaktir). Á tímabilinu öðlast nemandinn færni í störfum sjúkraliða undir handleiðslu reyndra sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga. Heimilt er að skipta starfsþjálfun niður í tvö til þrjú tímabil, en þjálfunin skal þó vera samfelld á hverju tímabili og lágmarksvinnuhlutfall ekki fara undir 60%. Að loknu námi í öldrunaráföngum er nema heimilt að ljúka fjórum vikum af starfsþjálfuninni á öldrunarstofnun eða við heimahjúkrun. Neminn skal alfarið fylgja þeim reglum sem viðkomandi heilbrigðisstofnun setur sínu starfsfólki. Meira

STÞ 208

Starfsþjálfun sjúkraliðanema. Meira

VIN 105

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að sýna færni í að aðstoða skjólstæðing við ADL (athafnir daglegs lífs) þekkja og beita viðurkenndum reglum um smitgát og sýkingavarnir, sýna færni í að fyrirbyggja og meta fylgikvilla rúmlegu sýna færni í samskiptum við skjólstæðinga geta gert grein fyrir mikilvægi umhyggju í hjúkrunarstörfum sýna færni í eftirliti og mati á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklings geta skráð lífsmörk, útskilnað og inntekt geta nýtt sér hjálpartæki og hjúkrunargögn á viðeigandi hátt geta gert grein fyrir slysagildrum í umhverfi skjólstæðings og beitt forvörnum geta útskýrt tilgang þverfaglegrar samvinnu á öldrunarstofnunum sýna færni í að skipuleggja hjúkrun skjólstæðinga sinna í samvinnu við leiðbeinanda skilja hlutverk sjúkraliða á viðkomandi deild geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing. Meira

VIN 205

Meginmarkmið þessa verknámsáfanga er að nemandi öðlist færni í samskiptum við sjúklinga og nái leikni í hjúkrun bráðveikra og fullorðinna sjúklinga.
Verknámið fer fram á hand- og lyflækningadeildum eða almennu sjúkrahúsi. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið. Á meðan á verknámi stendur skal nemandi vinna verkefni og halda dagbók skv. lýsingu í Handbók verknáms og fylla út gátlista um unna verkþætti. Meira

VIN 305

Meginmarkmið þessa verknámsáfanga er að nemandi öðlist þekkingu á starfsemi sérdeilda og þeirri hjúkrun sem þar er veitt og að nemandi sýni sjálfstæði í starfi ásamt hæfni í tengingu bóklegra og verklegra þátta. Verknámið fer fram á sérdeildum svo sem barnadeild, endurhæfingardeild, geðdeild, heilsugæ
slu eða kvennadeild. Námstíminn er 15 átta klukkustunda vaktir á önn. Nemandi setur sér persónuleg markmið í upphafi verknámstímabils um væntingar til verknámsins. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi skal skipuleggja eigin störf í samvinnu við hjúkrunarkennara og leiðbeinanda. Nemandi skal samþætta bóklegt og verklegt nám með gerð lokaverkefnis. Í lokaverkefni er lögð áhersla á heildræna hjúkrun. Verkefni er valið í samráði við hjúkrunarkennara og leiðbeinanda. Meira
 

StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica