Heilbrigðisskólinn

Sjúkraliðabrú

Tilgangur náms á sjúkraliðabrú er að gefa ófaglærðu fólki með langa starfsreynslu í umönnunarstörfum tækifæri til þess að öðlast starfsréttindi sjúkraliða. Námið var sett á stofn í samvinnu Menntamálaráðuneytis, fjölbrautaskóla sem mennta sjúkraliða og Sjúkraliðafélags Íslands.

Inntökuskilyrði í námið eru:

Að umsækjandi hafi náð 23 ára aldri og hafi að lágmarki 5 ára starfsreynslu við umönnun aldraðra, sjúkra eða fatlaðra, séu starfandi við slíka umönnun og hafi meðmæli frá vinnuveitenda sínum. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa lokið starfstengdum námskeiðum á vegum stéttarfélaga, sveitarfélaga eða annarra aðila að lágmarki 230-260 stundir. Umsækjendur, sem lokið hafa vissum áföngum í framhaldsskóla, geta fengið þá metna sem ígildi námskeiða. Þeir sem uppfylla eftirtalin skilyrði skulu að lágmarki ljúka 83 eininga sérgreinanámi sjúkraliðabrautar:

Heilbrigðisfræði

HBF 103

3 ein

Hjúkrunarfræði bókleg

HJÚ 103 203 303 403 503

15 ein

Hjúkrunarfræði verkleg

HJV 103

3 ein

Líffæra- og lífeðlisfræði

LOL 103 203

6 ein

Líkamsbeiting

LÍB 101

1 ein

Lyfjafræði

LYF 103

3 ein

Næringarfræði

NÆR 103

3 ein

Sálfræði

SÁL 123

3 ein

Siðfræði

SIÐ 102

2 ein

Sjúkdómafræði

SJÚ 103 203

6 ein

Skyndihjálp

SKY 101

1 ein

Sýklafræði

SÝK 103

3 ein

Upplýsingatækni UTN 103 3 ein

Vinnustaðanám *

VIN 105 205 305

15 ein

Starfsþjálfun **

STÞ 108 208

16 ein


* Vinnustaðanám undir leiðsögn leiðbeinenda og hjúkrunarkennara

** Launuð strarfsþjálfun í 16 vikur á a.m.k. tveimur heilbrigðisstofnunum

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica