Heilbrigðisskólinn

Erlent samstarf

Sjúkraliðabraut tekur þátt í Leonardo verkefni sem tengist Menntaáætlun Evrópusambandsins í samstarfi við 2 heilbrigðisskóla í Danmörku.

Í verkefninu felst að íslenskir sjúkraliðanemar geta fengið styrk til þess að taka hluta af starfsþjálfun sinni á dönskum heilbrigðisstofnunum og danskir sjúkraliðanemar geta gert það sama á íslenskum heilbrigðisstofnunum.

Markmið verkefnisins er að gefa nemendum tækifæri til þess að starfa með dönskum sjúkraliðum og öðlast reynslu af því vinna við fagið á erlendri grund. Einnig að nota tungumálakunnáttu sína og auka faglegan orðaforða sem og að kynna sér verklag og hefðir í faginu í Danmörku.

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica