Heilbrigðisskólinn

Stúdentspróf

Samkvæmt ákvörðun menntamálaráðuneytisins um breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla, sem hlaut gildi í janúar 2002 geta nemendur sem lokið hafa starfsmenntun lokið viðbótarnámi til stúdentsprófs.

Til þess að ljúka viðbótarnámi til stúdentsprófs frá sjúkraliðabraut þarf nemandi að bæta við sjúkraliðanámið einingum í eftirfarandi greinum:

Íslensku 9-11 einingum, þannig að nám í íslensku verði samtals 15 einingar.

Ensku 6-8 einingum, þannig að nám í ensku verði samtals 12 einingar.

Stærðfræði 2 einingum, þannig að nám í stærðfræði verði samtals 6 einingar.

Náttúrufræði/samfélagsfræði/stærðfr/tungumálum 12 ein að eigin vali. Fyrra nám í grein kemur ekki til frádráttar og nám í grein skal ekki vera minna en 9 einingar. Stærðfræði er þó undanþegin þessari 9 eininga reglu.

Viðbótarnám til stúdentsprófs eftir sjúkraliðanám veitir ekki aðgang að öllu námi á háskólastigi. Nemendur eru því hvattir til þess að kynna sér undirbúningskröfur viðtökuskóla hyggi þeir á nám á háskólastigi.

Nemendur geta ekki brautskráðst með viðbótarnám til stúdentsprófs fyrr en þeir hafa lokið sjúkraliðanáminu og tilheyrandi starfsþjálfun. Það skal þó tekið fram að ætli nemandi á sjúkraliðabraut að ljúka viðbótarnámi til  stúdentsprófs  þarf hann við skipulagningu á námsferli sínum að gæta þess að byrja fljótlega að taka viðbótar einingar  í ofannefndum greinum samhliða námi á sjúkraliðabraut

 


Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica