Heilbrigðisskólinn

Verknám

Verknám í þremur hjúkrunaráföngum, VIN105, VIN205 og VIN305 fer fram á heilbrigðisstofnunum undir umsjón hjúkrunarkennara og leiðbeinanda sem er sjúkraliði.

Í hverjum verknámsáfanga eru nemendur í verknámi samfellt í 3 vikur eða 15 vaktir í hverjum áfanga. Verknám í VIN áföngum er ólaunað.

VIN105 er verknám á hjúkrunarheimilum eða öldrunardeildum og fer fram frá miðjum maí eftir að prófum lýkur. Nemandi verður að hafa lokið hjúkrunaráföngunum HJÚ103, HJV103 og HJÚ203 til þess að hefja verknám í VIN105.

VIN205 og VIN305 eru verknámsáfangar á bráða sjúkrahúsi og sérhæfðum stofnunum. Þetta verknám er samfellt 6 vikur eða 30 vaktir og fer fram frá byrjun janúar og fram yfir miðjan febrúar. Nemandi verður að hafa lokið hjúkrunaráföngunum HJÚ303, HJÚ403, HJÚ503 og VIN105 til þess að hefja verknám í VIN205 og VIN305.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla hefur gert samning við Landspítala háskólasjúkrahús um verknámspláss og tímabil verknáms.

Í verknámi þurfa nemendur að halda ferilbók, skila skriflegum verkefnum og tileinka sér ýmis konar verklega færni og viðeigandi viðhorf til hjúkrunar.

Í verknámi er mikill áhersla lögð á góða framkomu og hæfni í samskiptum.Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica