Heilbrigðisskólinn

Áfangalýsingar

HBF 103

-Að nemendur kynnist sögu heilbrigðisfræðinnar, uppbyggingu heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi og mikilvægis heilbrigðisfræðslunnar.
-Að efla skilning nemenda á samspili lífsmáta, viðhorfa og umhverfis í viðhaldi heilbrigðis og forvörnum sjúkdóma.
-Að nemendur læri um aðferðir og aðgerðir sem stuðla að heilsueflingu og forvörnum sjúkdóma.
-Að gera nemendur meðvitaða um ábyrgð á eigin heilsu.
-Að nemendur geri sér grein fyrir helstu umhverfisþáttum, sem ógna heilbrigði.
-Að nemendur verði færir um að afla sér upplýsinga, sem tengjast efni áfangans á veraldarvefnum.
Meira

LÍB 101

Í áfanganum er fjallað um áhrif vinnuumhverfis á starfsmanninn svo sem hvernig stærð og skipulag vinnurýmis, rúm, stólar, borð og hjálpartæki hafa áhrif á vinnuaðstöðu og vinnuhreyfingar. Rætt er um grundvallaratriði góðrar vinnutækni sem gerir einstaklingnum kleift að átta sig á hvort vinnuaðferðir hans séu hættulegar með tilliti til álags á líkamann. Kynnt verða ýmis hjálpartæki sem geta dregið úr líkamlegu álagi við vinnu og hættu á álagsmeinum. Í verklegum hluta eru ýmis hjálpartæki kynnt og áhersla lögð á rétta líkamsbeitingu og vinnutækni.
Áfanginn er kenndur samhliða LOL 103 og HJV 103. Meira

LOL 202

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandinn að kunna skil á líffærafræði höfuðsins og þá einkum í tengslum við munnsvæðið.  Farið er í bein, formfræði tanna, vöðva, munnslímu og taugar höfuðsins í framhaldi af því sem kennt er í Lol 103.  Einnig er farið í sársaukaskyn. Í síðari hluta áfangans er farið í form og heiti tanna. Meira

LYF 111

(lyfjafræði fyrir tanntækna) Þessi áfangi er ætlaður nemendum á tanntæknabraut. Farið er í ýmsar skilgreiningar sem tengjast lyfjum, lyfjaformin eru kynnt og farið í hlutverk þeirra. Einnig er farið í verkun og skömmtun lyfja, umbúðir um lyf og geymslu lyfja. Að lokum eru svo tekin fyrir sérstök lyf sem notuð eru á tannlæknastofum Meira

SKR 102

Samkvæmt lögum skal skrá öll tannlæknaverk og geyma gögn í 10 ár.

Nemendur þekki ýmis skráningarkerfi, skráningu í tannkort, tímabókanir, gjaldskrár, gerð kostnaðaráætlana og mismunandi tölvuforrit sem notuð eru á tannlæknastofum ofl.

Meira

SKY 101

Fjallað er um aðgerðir á vettvangi, skoðun og mat. Endurlífgun, bókleg og verkleg. Farið er í helstu blæðingar, lost og viðbrögð við lostástandi. Teknar eru fyrir helstu tegundir sára, umbúðir og sárabindi. Farið er í helstu orsakir bruna, flokkun brunasára og skyndihjálp við bruna. Helstu höfuð, háls og hryggáverkum eru gerð skil ásamt brjóst kvið og mjaðmaáverkum. Einnig er farið í beina liðamóta og vöðvaáverka. Kennt er að spelka útlimi með áverka. Farið er í bráða sjúkdóma, eitranir, bit og stungur. Fjallað er um viðbrögð við kali og ofkælingu og háska af völdum hita. Farið er í björgun og flutning einstaklinga af slysstað. Meira

TMS 103

Að nemendur þekki uppbyggingu tanna og vefja í munni.  Að þeir öðlist þekkingu og skilning á orsökum og afleiðingum tveggja algengustu tannsjúkdómanna, það er tannskemmda og tannvegssjúkdóma.  Einnig að nemendur kynnist ýmsum fyrirbyggjandi leiðum gegn þessum sjúkdómum, ásamt algengustu slímhimnusjúkdómum munns. Meira
 

StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica