Heilbrigðisskólinn

Verklegt nám

Í námi tanntækna við Tannlæknadeild Háskóla Íslands eru fræðilegir fyrirlestrar og verkleg þjálfun, 14 vikur á haustönn og  14 á vorönn.  Mætingarskylda er 100%.

Nemendur þurfa að uppfylla 90% mætingarskyldu til að halda próftökurétti.

Ef mætingarskylda er ekki uppfyllt fyrir 1.des og 1. maí þarf nemandi að skila samsvarandi tímum í samráði við kennslustjóra.

Kynning á fögum tannlæknadeildar fer fram á haustönn, ætlast er til að nemendur sæki þær kynningar,þó að þær falli fyrir utan stundaskrá.

Kennsla fer fram alla virka daga frá 08.00 til 15.30

Heildareiningar fyrir verklega námið eru 32.

 

Kennslubækur: Tandklinikassistent, 2 bækur: grundforløb og hovedforløb.
Útgefandi: Erhvervsskolernes Forlag, www.ef.dk

Aðstoð við tannlækningar 5 ein.                                      AVT 105

Kennari: allir kennarar tanntæknabrautar.

Námsefni: starfsþjálfun á aðgerðarstofu (klinik).  Nemandi aðstoðar við þau verk sem fram fara við tannlæknastólinn og öðlast þannig færni og skilning við hinar ýmsu aðgerðir.  Nemendur fá þjálfun í móttöku sjúklinga, sótthreinsun, aðstoð við tannlækningar og frágangi.  Kennt haust og vor.

Námsmat: símmat á frammistöðu, (dagbók).

 

Áhalda- og efnisfræði 6 ein.                                         ÁEF 103-203

Kennari : Svanhildur Ólafsdóttir tanntæknir.

Námsefni: nemendur þekki heiti á algengustu verkfærum og tækjum sem notuð eru á tannlækningstofum.  Nemendur skulu öðlast færni í að meðhöndla þau rétt og geti með lítilli fyrirhöfn tekið til viðeigandi verkfæri hverju sinni.   Efnisfræðin er kennd samhliða áhaldafræðinni og skiptist eftir viðfangsefnum t.d. tannfylling, gervitannagerð ofl.  Nemendur læri að þekkja helstu tegundir og heiti efna sem notuð eru á tannlæknastofum.  Öðlist þjálfun og færni í að meðhöndla þau af öryggi.   Kennt haust og vor.

Námsmat:  Verkefni,símat og lokapróf.

 

Fjögurra handa tannlækningar 4 ein.                           FHT 101-203

Bóklegt 1 ein.

Kennari: Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir tannfræðingur/kennari.

Námsefni:  Nemendur þurfa að kunna skil á þeim atriðum sem gera fjögurra handa tannlækningar sem bestar, svo sem líkamsbeitingu og verkfæraskiptingu. Kennt á haustönn.

Námsmat: lokapróf 100%

Verklegt 3 ein.

Kennarar: Ásthildur D. Kristjánsdóttir, Kristrún Sigurðardóttir tannfræðingur /kennari /MPH, Svanhildur Ólafsdóttir.

Námsefni:  Nemendur vinna verklegar fjögurra handa æfingar við gervihaus.  Lögð er áhersla á þjálfun við silfuramalgamfyllingar og tannlituð fyllingarefni. Kennt bæði haust og vor.

Námsmat: munnlegt og verklegt próf með prófdómurum 100%

 

Forvarnir og samskipti 2 ein.                                  FOS 102

Kennari: Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir.

Námsefni: Starfsþjálfun á aðgerðarstofu.  Nemendur læra að hreinsa og pússa tennur með gúmmíbollum og flúorlakka.  Nemendur eiga að vera færir um að fræða um rétta munnhirðu, þeir fá einnig fræslu í mannlegum samskiptum og þjónustu við sjúklinga.  Nemendur boða leikskólabörn í heimsókn á aðgerðarstofu og sýna þeim tannlæknastólinn og fylgihluti.  Kennt haust og vor.

Námsmat: símat á frammistöðu í tímum. Skýrslugerð um heimsókn leikskólabarna.  Verklegt og munnlegt próf í lok vorannar.

 

Gervitannagerð 1 ein.                                                    GTG 101

Kennari: Kristrún Sigurðardóttir.

Námsefni: fræðsla um mismunandi gerðir af gervitönnum, föstum og lausum.  Krónu og brúargerð útskýrð og mismunandi vinnu og aðgerðarstig kennd.  Starfsþjálfun á aðgerðarstofu.  Kennt á haustönn.

Námsmat: verkefni 40%, lokapróf 60%.

 

Munn- og kjálkaskurðlækningar 2 ein.                            MKS 102

Kennari: : Kristrún Sigurðardóttir.

Námsefni: fræðsla um sjúkdóma er krefjast skurðaðgerða í munni,  einstökum aðgerðum lýst náið.  Einnig er fjallað um tannskaða og fylgikvilla skurðaðgerða.  Nemendur fá tækifæri til að heimsækja sérfræðinga í munn- og kjálkaskurðlækningum.  Starfsþjálfun á aðgerðarstofu.  Kennt bæði haust og vor.

Námsmat: verkefni 40%, lokapróf 60%.

 

Röntgenfræði  2 ein.                                                           RTG 102

Kennari: Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir.

Námsefni: fyrirlestrar og verklegar æfingar.  Kennd er röntgenfræði, geislafræði með áherslu á öryggisatriði.  Kennt er á mismunandi tegundir röntgenmyndatækja.  Þjálfun fer fram í röntgenmyndatöku fyrst taka nemendur myndir af gervihaus síðan hver af öðrum.  Nemendur læra einnig framköllun röntgenmynda, uppröðun og geymslu.  Kennt haust.

Námsmat: verklegt mat (röntgenstatus), ritgerð og lokapróf.

 

Skerping verkfæra 1 ein.                                                 SKE 101

Kennari: Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir.

Námsefni: fyrirlestrar og verklegar æfingar.  Fyrirlestrar um verklag við skerpingu handverkfæra.  Nemendur kunni skil á heitum, útliti og notkun verkfæra sem notuð eru við tannhreinsun.  Nemendur séu færir um að greina hvort verkfæri eru beitt eða sljó.  Einnig að þeir geti beitt réttri slípiaðferð við að skerpa handverkfæri.  Kennt á haustönn.

Námsmat: verklegt próf 50%, skriflegt próf 30% og vinna í tímum 20%.

 

Sótthreinsun bókleg 3 ein.                                                  SÓT 103

Kennari: Svanhildur Ólafsdóttir.

Námsefni: Kennd er sótthreinsun og dauðhreinsun með vökvum, hita og gufu.  Áhersla lögð á grundvallaratriði tengd hreinlæti á tannlæknastofum og meðferð tækja.  Upprifjun á örverufræði , smithætta útskýrð og hvernig best er að koma í veg fyrir smit.   Kennt á vorönn. 

Námsmat:  lokapróf 80%.

 

Verkleg þjálfun í sótthreinsun

Kennari: Hanna Daníelsdóttir tanntæknir / deildarstjóri.

Námsefni: verkleg þjálfun á sótthreinsunarstofu, frá hreinsun til dauðhreinsunar.  Ásamt almennri umgengni og meðferð áhalda á tannlæknastofum.  Kennt haust og vor.

Námsmat: símat á frammistöðu við verklega vinnu 20%

 

Tannlækningar 1 ein.                                                           TAN 101

Kennari: Inga B. Árnadóttir prófessor /  tannlæknir /  MPH.

Námsefni: fyrirlestrar um líffærafræði tauga munnholsins, mismunandi deyfingar sem notaðar eru í munni.  Latnesk heiti tannlæknisfræðinnar.  Ágrip af lyfjafræði sem sérhæfist tannlækningum og meðferð þeirra.  Áhersla er lögð á meðferð róandi- deyfi- og verkjalyfja, áhrif þeirra og aukaverkanir.  Tannlæknameðferð á áhættusjúklingum og sjúkdómságrip þeirra. Áverkar og fegrunartannlækningar.  Mannleg samskipti á tannlæknastofum.  Kennt bæði haust og vor.

Námsmat: fléttað inn í verklegt/munnlegt lokapróf í fjórhentum tannlækningum FHT 203.

 

Tannréttingar 2 ein.                                                       TAR 101-201

Kennari: : Kristrún Sigurðardóttir, Vigdís Valsdóttir tannsmiður.

Námsefni: sýnd dæmi um tannskekkjur og mismunandi aðferðir sem beita má við tannréttingar.  Farið er yfir einstök stig aðgerðarinnar ásamt fræðslu um bitvandamál.  Nemendur kunni skil á verkfærum og tækjum sem notuð eru. TAR 201 þar taka nemendur mát af hvor öðrum og búa til lýsingarskinnu. Einnig fá nemendur kynningu í gerð  tannréttingarmódela.

Kennt bæði haust og vor.

Námsmat: verkefni og lokapróf TAR 101, lýsingarskinna og módel í TAR 201.

 

Tannlæknastofan 1 ein.                                                       TAS 101

Umsjón:  Svanhildur Ólafsdóttir.

Námsefni: starfskynning á tannlæknastofu.  Nemendur kynnist daglegu lífi á tannlæknastofum eins og kostur er.  Nemendur fara í starfskynningu á almenna tannlæknastofu á námstímanum.  Nemendur velja einnig stuttar heimsóknir á sérhæfðar tannlæknastofur, t.d. stofur sérhæfðar í barnatannlækningum, skurðlækningum, tannréttingum og skólatannlækningum.  Kennt bæði haust og vor.

Námsmat: nemendur skila skriflegri umsögn um heimsóknir.


Tannholsfræði 1 ein.                                                           THF 101

Kennari: : Kristrún Sigurðardóttir.

Námsefni: nemendur eiga að þekkja orsakir og afleiðingar rótarbólgu, skil á greiningum sjúkdóma ásamt því að kunna skil á aðgerðarstigum við rótaraðgerðir.  Starfsþjálfun á aðgerðarastofu.  Kennt á haustönn.

Námsmat: verkefni 40%, lokapróf 60%

 

Tannvegssjúkdómar 1 ein.                                                  TVS 101

Kennari: Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir.

Námsefni: fjallað er um ýmsa sérstaka sjúkdóma í tannvegi og aðgerðir til að hindra framgang þeirra.  Megináhersla er lögð á orsök þeirra og afleiðingar.  Kennt á vorönn.

Námsmat: lokapróf 100%.

 

 

t

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica