Nám

Hvað eru áhugasviðskannanir?

Áhugasviðskannanir segja til um hvar áhugasvið fólks liggur en það gefur vísbendingar um það á hvaða starfssviði og í hvaða starfi þér mun líka vel að vinna.

Áhugasviðskannanir eru verkfæri sem auðvelda val á námi, námsbraut, starfi og áhugamálum en þær gefa ekki endanlegt svar. Þegar niðurstöðurnar koma, tekur við töluverð vinna við að kanna störf og nám sem kemur til greina fyrir þig. Einnig þarf oft að fara í sjálfskönnun eins og að skoða eigið gildismat, styrkleika, reynslu o.fl.

Áhugasviðskannanir gefa upplýsingar um áhuga en ekki hæfileika eða getu.

Nemendum dagsskólans gefst kostur á að taka áhugasviðskannanir hjá náms- og starfsráðgjöfum.

Nokkrar gerðir áhugasviðskannanna eru til á íslensku og nemendur greiða útlagðan kostnað vegna þeirra. Hægt er að  óska eftir ákveðinni tegund könnunar en náms- og starfsráðgjafi metur þó endanlega hvaða könnun er heppilegust.

Áhugasviðskannanir:

Í LEIT AÐ STARFI: Þetta er áhugasviðskönnun sem er um leið vinnubók og leiðir þig áfram með aðstoð náms- og starfsráðgjafa, í þeirri vinnu sem þarf við náms- og starfsval. Verð 1.500.-

BENDILL: Þetta er ný íslensk áhugasviðskönnun sem svarað er rafrænt hjá náms- og starfsráðgjafa. Niðurstöður koma strax fram og á rafrænu formi. Verð: Bendill II: 2.500.-   Bendill I: 1.000.-

ÁHUGASVIÐSKÖNNUN STRONG: Þetta er stærsta og ýtarlegast áhugasviðskönnunin sem völ er á í heiminum. Niðurstöður eru mjög ýtarlegar og þú færð heilmiklar upplýsingar til að moða úr. Það tekur 30 – 45 mín að svara og niðurstöður koma eftir 3 – 5 daga.  Verð 8.000.-

Persónuleikakönnunin Myers-Briggs type indicator

Gagnlegt tæki til að skilja og átta sig á eigin aðlögun að starfi, sjá samspil sitt við umhverfið og sína nánustu, skilja eigin ákvarðanastíl, styrkleika sína og hvernig verkefnum maður hefur mestan áhuga á. Með þessi könnun fást mjög góðar upplýsingar til viðbótar við það sem Strong áhugasviðskönnuninni gefur og gagnlegt að lesa úr niðurstöðum þeirra saman.

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica