Nám

Nám og skóli

Þegar þú veist að hvaða starfi eða starfssviði þú stefnir er auðveldara að hefja leit að réttri námsbraut og skóla. Í upphafi skyldi endinn skoða er máltæki sem á vel við hér. Ef starfið krefst háskólamenntunnar er rétt að byrja á að kynna sér námið í háskólanum og inntökuskilyrði þar. Þá kemstu að því hvort ákveðinnar námsbrautar er krafist úr framhaldsskóla eða ákveðins fjölda eininga í stærðfræði, raungreinum, félagsgreinum, tungumálum, listum eða öðru.

Þegar ljóst er hvaða námsbraut í framhaldsskóla hentar fyrir starfið eða háskólanámið geturðu skoðað í hvaða skólum sú braut er í boði og valið um skóla.

Menntamálaráðuneytið gefur á hverju ári út rafræna bæklinginn „Nám að loknum grunnskóla" (sjá „Gagnlegar slóðir“) en þar eru góðar yfirlitstöflur yfir framhaldsskóla og hvaða námsbrautir eru í boði í þeim. Vissir þú að námsbrautir í framhaldsskólum eru um eða yfir 80 talsins?

Menntagátt er annar upplýsingabrunnur um skóla og nám en þar er að finna yfirlit yfir alla skóla landsins á öllum skólastigum.

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica