Nám

Persónuleg mál

Til persónulegrar ráðgjafar og stuðnings fellur eftirfarandi:

Stuðningur og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og/eða áfalla.

Stuðningur og ráðgjöf vegna erfiðleika í einkalífi.

Leiðsögn og ráðgjöf um streitu- og kvíðastjórnun.

Tilvísun og samstarf við sérfræðinga í sértækum málum.

Hópráðgjöf/námskeiðahald sem styrkja einstaklinginn í námi og/eða atvinnuleit, s.s. gerð ferilskráa, atvinnuumsókna, námstækni, prófkvíði og sjálfsstyrking.

Til foreldra nemenda sem eru eldri en 18 ára

Lög um persónuvernd banna starfsfólki skólans að gefa foreldrum upplýsingar um nám nemenda sem eru orðnir 18 ára. Hins vegar er ekkert sem bannar foreldrum að hafa samband við okkur og tjá sig ef þeir hafa áhyggjur af námsgengi barna sinna (eldri en 18). Við náms- og starfsráðgjafar notum þannig upplýsingar og könnum námsferil og stöðu viðkomandi nemanda, höfum samband við hann og bjóðum ráðgjöf og stuðning ef ástæða er til. Eftir sem áður getum við ekki upplýst foreldra um gang mála en getum veitt upplýsingar um önnur úrræði. 

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica