Nám

Leiðbeiningar um val í INNU


Ganga þarf frá vali fyrir vorönn 2014 í síðasta lagi mánudaginn 11. nóvember.
Með valinu staðfestir þú umsókn þína um skólavist á vorönn 2014.

 • Velja skal að hámarki 6 áfanga auk íþrótta.
 • Í lok annar er valið endurskoðað í ljósi námsárangurs, en einungis er heimilt að taka 3 einingar umfram staðnar einingar.  Heimilt er þó að taka 12 einingar án tillits til árangurs.

Hægt er að sækja um undanþágu frá þessum reglum til skólastjórnar með rökstuðningi.

FYRSTA SKREF

 1. Til að komast í INNU þarftu að hafa notandanafn og aðgangsorð, sem þú hefur fengið
 2. Notandanafnið er kennitala og aðgangsorðið geturðu fengið á skrifstofu ef þú hefur glatað því.
 3. Opnaðu heimasíðu skólans (www.fa.is) og farðu inn í Nám (efst á síðu) og smelltu á Áfangar í boði.
 4. Þú getur líka skoðað hvaða áfangar eru á þinni braut með því að smella á Námsbrautir og velja þína braut.
 5. Þú getur prentað út eða skrifað niður hvaða áfanga þú vilt taka á næstu önn af þeim sem í boði eru
 6. Þú átt að velja 2-3 áfanga til að hafa sem VARAVAL (mjög mikilvægt). Athugaðu að þú verður að vera búin/n með undanfara

ANNAÐ SKREF

 1. Opnaðu INNUNA (Inna fyrir nemendur) frá heimasíðu skólans.
 2. Smelltu á NÁMSFERILL (á borðanum vinstra megin).
 3. Smelltu á SKRÁ ÁFANGA (grár hnappur, hægra megin fyrir ofan námsferil).
 4. Veldu áfanga af stiku síðan aðalval eða varaval
 5. Smelltu á NÝSKRÁ
 6. Ef þú gerir villu eða þarft að eyða áfanga: Smelltu á áfangann og veldu EYÐA. Ef þú vilt eyða öllu og byrja upp á nýtt: Smelltu á NÁMSFERILL og svo EYÐA ÁÆTLUN (efst í hægra horni)

Ef þú lendir í vandræðum skaltu leita til umsjónarkennara sem aðstoðar þig við valið. Láttu hann vita þegar þú ert búinn að velja í INNUNNI (í viðtalstíma eða með tölvupósti, sjá í INNU, hnappurinn: Senda póst...). Hann þarf staðfesta valið þitt til að þú sért með í pottinum þegar stundataflan er gerð. Ef þú hefur ekki gengið frá valinu verður litið svo á að þú ætlir ekki að koma í skólann á vorönn = enginn gíróseðill, engin stundatafla.

Gangi þér vel!Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica