Nám

9.1. Hegðun og umgengni

Almennar reglur

  • Nemendur og starfsfólk skólans skulu sýna kurteisi og tillitssemi í umgengni hvert við annað sem og umhverfið í heild sinni.
  • Skólinn er Grænfánaskóli og skulu nemendur og starfsmenn kappkosta að fylgja þeim áherslum sem skólinn hefur lagt í umhverfismálum.
  • Öll notkun vímuefna í skólanum og á lóð hans er óheimil. Sama gildir um ferðir og skemmtanir á vegum skólans.
  • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að fylgjast með tilkynningum frá skólanum sem varða námið.

 

Ástundun og hegðun í kennslustundum

  • Nemendum og kennurum ber að mæta stundvíslega í kennslustundir.
  • Kennari er verkstjóri í kennslustundum og ber nemendum að fylgja fyrirmælum hans í hvívetna.
  • Í kennslustundum skal ríkja vinnufriður.
  • Neysla matar og drykkja er almennt óheimil í kennslustundum.
  • Notkun raftækja í kennslustundum er óheimil nema í tengslum við úrvinnslu verkefna í samráði við kennara.
  • Að loknum kennslustundum skal skilja við kennslustofur á skipulegan og snyrtilegan hátt.

 

Viðurlög við brotum á þessum reglum eru háð ákvörðunum skólayfirvalda/kennara í hverju tilviki og geta varðað allt að brottvísun úr skóla.


(Síðast uppfært 2.11.2012)

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica