Nám

3.6. Siðareglur

Skyldur starfsmanna við nemendur og samfélagið

Starfsmanni ber að

 • vinna að því að mennta nemendur sína og stuðla að alhliða þroska þeirra með fræðslu, uppeldi og þjálfun
 • hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju
 • tala með virðingu um nemendur skólans
 • hafa jafnrétti allra nemenda að leiðarljósi í skólastarfi
 • nota fremur lof en ávítur og sé hvoru tveggja beitt af sanngirni
 • leitast við að skapa góðan starfsanda, réttlátar starfs- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi
 • hafa samvinnu við forráðamenn eftir þörfum. Telji hann aðstæður nemenda athugaverðar ber honum að gera viðvart þeim er málið varðar
 • gæta trúnaðar við nemendur
 • fara með persónulegar upplýsingar um nemendur í samræmi við ákvæði laga nr.121/189 um skráningu og meðferð persónuupplýsinga og ákvæði upplýsingalaga nr.59/1996
 • gæta þagmælsku um einkamál nemenda og forráðamanna þeirra sem hann fær vitneskju um í starf nema með samþykki þess sem í hlut á og foreldra/forráðamanna ef um er að ræða nemanda yngri en 18 ára. Þó er starfsmanni heimilt að veita samstarfsaðilum upplýsingar telji hann það til góðs fyrir nemendur

Hæfnisskyldur starfsmanna, skyldur við samstarfsmenn og skólann

Starfsmanni ber að

 • gæta heiðurs skólans og hagsmuna
 • framfylgja menntastefnu skólans og skólareglum
 • viðhalda starfshæfni sinni og auka hana og fylgjast með nýjungum og umbótum á sviði skólamála
 • vinna með öðrum starfsmönnum á faglegan hátt, taka þátt í að marka stefnu og móta daglegt starf í skólanum
 • tala með virðingu um samstarfsmenn

 

Skyldur nemenda við skólann, starfsmenn og aðra nemendur

 

Nemanda ber að

 • tala með virðingu um starfsmenn skólans og samnemendur
 • hafa reglur skólans að leiðarljósi
 • sýna samnemendum og starfsmönnum skólans tillitsemi og virðingu
 • gæta heiðurs skólans og hagsmuna
 • ástunda nám sitt af samviskusemi

 

Sérstakar notkunar- og siðareglur um meðferð upplýsingatæknibúnaðar

 

Almenn viðmið

Reglur eiga ekki að vera til trafala eða hindrunar við eðlilega notkun búnaðar. Reglur skulu kynntar og hafðar aðgengilegar á áberandi stað og fylgst skal með því að þær séu í heiðri hafðar. Sérstakar reglur um notkun búnaðar sem einstakar mennta- og menningarstofnanir setja sér miða að því að notendur geti nýtt sér þjónustu sem í boði er á einfaldan hátt. Skilgreina ber vandlega notkunarskilmála og aðgang að upplýsingaveitum á netum og hafa þá skýra og áberandi. Leitast skal við að framfylgja ýtrustu kröfum um öryggi í tölvuvinnslu á hverjum tíma.

 

Virða ber eftirtaldar almennar reglur:

 • Tölvubúnað ber að nota á heiðarlegan, siðferðilega réttan og löglegan hátt
 • Virða ber friðhelgi annarra notenda
 • Fara ber í einu og öllu eftir einkaréttarákvæðum sem gilda um forrit og gögn sem notuð eru
 • Virða ber reglur einstakra neta og upplýsingaveitna
 • Óheimilt er að reyna að tengjast tölvubúnaði með því að gefa upp notandanafn/aðgangsorð sem viðkomandi hefur ekki rétt til að nota. Bannað er að gera tilraunir til að komast yfir aðgangsorð hjá öðrum notendum. Notanda er óheimilt að veita öðrum aðgang að notandanafni sínu
 • Óheimilt er að reyna að komast yfir gögn eða hugbúnað í eigu annarra nema skýrt leyfi rétthafa sé fyrir hendi. Bannað er að breyta eða reyna að breyta hugbúnaði eða gögnum hjá öðrum notendum eða hafa á annan hátt áhrif á notkunarmöguleika annarra notenda
 • Óheimilt er að breyta eða fjarlægja vélbúnað, hugbúnað eða gögn sem eru í eigu annarra nema með leyfi eiganda
 • Óheimilt er að afrita hugbúnað eða gögn sem ekki eru í eigu viðkomandi notanda nema með skýru leyfi eiganda
 • Óheimilt er að dreifa efni sem talist getur mannskemmandi eða ósiðlegt
Verði vart við brot á reglum skal notandanafni viðkomandi aðila umsvifalaust lokað og upplýsingar varðandi misnotkun sendar þeim sem ábyrgð ber á viðkomandi búnaði.


(Síðast uppfært 2.11.2012)

Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica