Nám

4.5.5. Náttúrufræðibraut

Náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla fylgir almennum lokamarkmiðum bóknámsbrauta. Að loknu námi á brautinni er ætlast til að nemendur hafi góða undirstöðu í stærðfræði og náttúruvísindum og hafi auk þess öðlast nokkra sérhæfingu í sérgreinum brautarinnar að eigin vali. Brautin er alls 140 einingar sem skiptast í 98 kjarnaeiningar, 30 kjörsviðseiningar og 12 valeiningar. Hún miðar að því að nemendur geti að loknu stúdentsprófi hafið nám í raungreinum eða heilbrigðisvísindum á háskólastigi auk þess sem hún býr nemendur undir störf í atvinnulífinu.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu náttúrufræðibrautar.(Síðast uppfært 2.11.2012)
Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica