Nám

4.5.9. Framhaldsnám fyrir sjúkraliða í geðhjúkrun

Framhaldsnám fyrir sjúkraliða í geðhjúkrun hóf göngu sína vorið 2011 og er fyrsta námið ásamt framhaldsnámi lyfjatækna í sjúkrahúslyfjatækni sem kennt er á 4. hæfniþrepi framhaldsskóla.

Framhaldsnám sjúkraliða í geðhjúkrun hefur það að markmiði að auka þekkingu, leikni og hæfni sjúkraliða til þess að sinna geðhjúkrun og vinna að forvörnum. Einnig er það markmið námsins að svara þörfum fyrir aukna sérþekkingu sjúkraliða og auka sjálfstæði og ábyrgð þeirra innan og utan stofnana. Námið er 65 framhaldsskólaeiningar (fein.) og er skipulagt sem fjögurra anna nám með vinnu. Námið skiptist í bóklegt nám og verkefnatengt nám á heilbrigðisstofnunum.

Nánari upplýsingar og brautarlýsing eru á vefsíðu framhaldsnáms fyrir sjúkraliða


(Síðast uppfært 2.11.2012)
Senda grein


StoðflokkarÚtlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica