Áfangi

AFG 104

Markmið

Að nemandi:
fái þjálfun í afgreiðslu og ráðgjöf lyfja fyrir hina ýmsu sjúklingahópa
skilji þarfir og stöðu sjúklinga
þekki muninn á ýmsum samskiptaformum, s.s. samsíða, krossuðum og duldum samskiptum
sé meðvitaður um ýmsar leiðir við lausn ágreinings í samskiptum
skilji hvað felst í góðri viðtals- og sölutækni
þekki muninn á opnum og lokuðum spurningum og beitingu þeirra
geri sér grein fyrir mikilvægi útlits og framkomu í afgreiðslu
fái þjálfun í ýmsum þáttum er lúta að störfum lyfjatækna, s.s. lyfjakynningum, röðun í hillur, og viðbrögðum við þjófnaði
læri að vinna sjálfstætt, leiti upplýsinga, spyrji spurninga, hlusti með gagnrýnum hætti og hafi færni í samræðum
myndi tengsl við stofnanir, fyrirtæki og hagsmunahópa sem varða starfsemi apóteksins.
sýni fram á kunnáttu við gerð fræðsluefnis
öðlist þjálfun við að fræða og leiðbeina skjólstæðingum og samstarfsfólki.

Efnisatriði

Afgreiðsla lyfja, samsíða samskipti, krossuð samskipti, dulin samskipti, lausn ágreinings í samskiptum, viðtalstækni, mótsvör, strokur, símsvörun, kvartanir í apótekum, lyfjakynningar, sölutækni, röðun í hillur, útlit og framkoma afgreiðslufólks, þjófnaðarnámskeið, gestafyrirlesarar, markmiðsetning, námskrá, fræðsluefni, flettitafla, krít og tafla, myndvarpi, skjávarpi, framsetning o.fl. xxx

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, myndbönd, verkefnavinna o.fl.

Námsmat

Verkefni og virkni nemenda í kennslustundum verða lögð til grundvallar námsmati, ásamt hlutaprófi og lokaprófi.