Áfangi

Spænska 1

Markmið

Hlustun: að nemendur skilji almenn orð og einfaldar setningar um sjálfan sig og fjölskyldu sína og nánasta umhverfi þegar fólk talar hægt og skýrt.

Lestur: að nemendur geti lesið kunnugleg nöfn, orð og mjög einfaldar setningar t.d. á skildum, veggspjöldum eða í bæklingum.

Samskipti: að nemendur geti tekið þátt í einföldum samræðum við annað fólk ef hinn aðilinn er reiðubúinn að endurtaka eða umorða og hjálpa sér að koma orðum af því sem hann er að reyna að segja. Geti spurt og svarað einföldum algengum spurningum og spurningum um kunnug málefni. 

Frásögn: að nemendur geti notað einföld orðasambönd og setningar til að kynna sig og segja frá fólki sem hann þekkir.

Ritun: að nemendur geti skrifað stutt einfald póstkort, kveðjur og fyllt út eyðublöð með persónulegum upplýsingum.

Efnisatriði

Það er skylda að fylgjast með áfanganum í Moodle alla önnina. Þar verða settar leiðbeiningar fyrir verkefnin og kaflaprófin, hlustunaræfingar, gagnvirkar æfingar og slóðir fyrir orðabækur og efni sem er hægt að finna á netinu og nýtist í náminu.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

¡Hola! ¿Qué tal? 1 (Bókin er eingöngu seld hjá kennara í fyrstu kennsluviku annarinnar)
Góð orðabók.

Námsmat

Þetta er símatsáfangi og því ekkert lokapróf.
Til að ljúka áfanganum er nemendum skylt að ljúka öllum þáttum námsmats og ná 5 í lokaeinkunn

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Spaenska/103/103.htm