Áfangi

Fjölmiðlafræði

Markmið

Að nemendur:
Átti sig á fjölmiðlaflóru samfélagsins og þekki helstu flokka fjölmiðlunar.
Þekki aðalatriði í sögu fjölmiðlunar á Íslandi.
Geri sér grein fyrir hvaða áhrif Netið hefur á fjölmiðlaheiminn og aðgengi einstaklinga að upplýsingum.
Kunni að nýta sér fjölmiðla sem tæki til þekkingaröflunar.
Geri sér grein fyrir áhrifamætti fjölmiðla á viðhorf og hegðun einstaklinga.
Geti beitt gagnrýnni hugsun á viðfangsefni áfangans.

Efnisatriði

Áfanginn er inngangur og kynning á fjölmiðlafræði. Fjallað er um hin ýmsu form fjölmiðlunar og þau borin saman bæði í sögulegu og fræðilegu samhengi. Fréttaflutningur í nútímasamfélagi verður skoðaður sérstaklega og hvernig fjölmiðlar og fréttastofur meðhöndla fréttir.

Þá eru áhrif fjölmiðla á líf fólks í nútímasamfélagi skoðuð, bæði bein og óbein áhrif. Hinir ýmsu flokkar fjölmiðla eru kannaðir sérstaklega og almennt hvernig fjölmiðlar eiga að þátt í að skapa þekkingu okkar. Þá eru hlutverk fjölmiðla á stríðstímum skoðað

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Nemendur vinna eina ritgerð sem gildir 20% af lokaeinkunn.
Verkefnavinna á önninni  gildir 30%.
Skriflegt próf í lokin gildir 50%.