Áfangi

Saga 1. áfangi

Markmið

Að nemendur kynnist arfi fornaldar í nútímanum, átti sig á grunnþáttum bæði kristni og Íslam, sjái Íslandssöguna í samhengi við sögu Norðurlanda, sögu Evrópu og heimsins alls, kynni sér muninn á lífinu í sveitum og borgum og þekki megineinkenni upplýsingarstefnunnar. Þess er vænst að nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun, geti séð söguleg málefni frá mismunandi sjónarhornum og einnig samhengið á milli tímabila, svæða og sviða. Þeir eiga að læra að afla sér sögulegrar þekkingar með margvíslegum hætti og einnig að koma henni á framfæri á ýmsan hátt.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Fornir tímar. Spor mannsins frá Laetoli til Reykjavíkur 4.000.000 f.Kr. til 1800 e.kr. Mál og menning, Reykjavík 2016.

Námsmat

Þátttaka í tímum, mæting: 10%
Stutt erindi: 10%
Tvö skyndipróf: 20%
Lokapróf: 60%

Til að aðrir þættir verði metnir verður að ná 5 á lokaprófi.