Áfangi

FJÁ 193

  • Áfangaheiti: FJÁR1FL05

Markmið

Meginmarkmið er að nemandi

• hafi skilning, öryggi og yfirvegun til að takast á við algeng fjármálatengd viðfangsefni sem námsmenn og ungir launþegar þurfa að fást við í samfélaginu.

Þekkingarviðmið er að nemandi hafi almenna þekkingu og skilning á

• útgjöldum sínum til að átta sig á almennri eyðslu

• gildum sínum og mikilvægi markmiðasetningar í fjármálum

• hugtökum eins og verðbólgu, vextir, gengi, lán, debet og kredit

• hvernig launaseðlar og launaútreikningar eru uppbyggðir

• atvinnuviðtölum

Leikniviðmið er að nemandi skal hafa öðlast leikni til þess að

• finna út hvað kostar að fjárfesta í bifreið

• reikna út vexti • finna út sparnaðarleiðir

• fylla út atvinnuumsókn og útbúa ferilsskrá

• finna leiðir til að öðlast yfirsýn á útgjöldum og tekjum

Hæfniviðmið er að nemandi skal vera fær um að nýta þekkingu sína og leikni til þess að

• skipuleggja fjármál sín á hagkvæman hátt

• finna hvaða gildi eru mikilvæg og hvernig best er að lifa eftir þeim

• geta flokkað kostnað í breytilegan og fastan

• fundið út hver réttastaðan á vinnumarkaði er

• undirbúa atvinnuviðtal

Námsfyrirkomulag

Í áfanganum er farið yfir hugtök og efnisþætti sem tengjast viðfangsefnum sem flest 16-18 ára ungmenni þurfa að fást við í fjármálum sínum. Nemendur læra að vinna með fjármálaleg markmið bæði til langs og skamms tíma. Bent er á leiðir þannig að þau með skilningi, öryggi og yfirvegun geti tekist á við algeng fjármálatengd viðfangsefni sem námsmenn og ungir launþegar þurfa að glíma við í dag og þjóna markmiðum þeirra.

Sjálfræði og fjárræði við 18 ára aldur gerir kröfu til aukinnar ábyrgðar ungs fólks á eigin fjármálum. Lögráða einstaklingar þurfa að læra að verða virkir þátttakendur í þjóðfélagi með gagnvirkri samfélagslegri ábyrgð.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Próflaus áfangi. Símat sem byggist á samvinnu, almennum umræðum og fjölbreytilegri verkefnavinnu, bæði einstaklingsverkefnum og hópverkefnum.