Áfangi

Verkþjálfun 2 Nuddbraut

Markmið

Þekkingarviðmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þeim verkefnum sem bíða heilsunuddara í starfi á nuddstofum.
  • ýmsum vandamálum sem skjólstæðingar koma með til úrlausnar hjá heilsunuddara.

 

Leikniviðmið

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • bregðast markvisst við viðfangsefnum sem skjólstæðingar koma með til heilsunuddara.
  • eiga í góðum faglegum samskiptum við skjóstæðinga.
  • útskýra starfskenningu sína.

 

Hæfniviðmið

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna margbreytileg störf á nuddstofum.
  • skapa sér sinn eigin starfsvettvang í heilsunuddi.
  • ástunda dyggðir í starfi sínu, s.s. stundvísi, sanngirni, heiðarleika og áreiðanleika.
  • þróa áfram starfskenningu sína.

Námsfyrirkomulag

Nemendur mæta vikulega í skólann og ræða í hópi viðfangsefni liðinnar viku, auk þess að samþætta og rifja upp það sem þegar er lært.



Námsmat

Mæting og spurningar í ferilbók.