Áfangi

KYN 103

Markmið

Að nemendur læri um:
• Sögu kvennabaráttunnar og nokkrum helstu hreyfingum og persónum sem hafa lagt baráttunni lið hvort sem er úti í heimi eða á Íslandi.
• Kynjaskekkjur í fjölmiðlum
• Mismunandi birtingarmynd kynjanna í fjölmiðlum og samfélagi
• Kynbundið viðhorf samfélags til einstaklinga og hvaða áhrif það hefur

Að nemendur geti:
• Greint ólík viðhorf til kynjanna í samfélaginu
• Grein ólík viðhorf til kynja í heiminum
• Tjáð sig um margvísleg umdeild málefni í ræðu og riti

Efnisatriði

Samfélagið í sinni víðustu mynd er tekið fyrir. Leitað er aftur í sögu mannsins og hlutverk kvenna þar. Talsverður fókus lagður í baráttu kvenna fyrir kosningarrétti og rök með og á móti. Leitast er við að svara hvað leiddi til framrásar kvenna á vinnumarkaðinn og einnig skoðað hvað reyndi að hindra þá atburðarás.
Litið er til mismunandi menningarheima og staða kynjanna skoðuð þar og leitast við að finna svar við orsökum og afleiðingum þeirra viðhorfa.
Loks er litið á samfélagið hér á landi og okkar nærumhverfi og horft á hvað það er sem mótar okkur.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Kynungabók útgefin af menntamálaráðuneytinu 2010
Efni og myndbönd sem kennari dreifir og deilir til nemenda.

Námsmat

Leiðarbók/ferilmappa 40%
Virkni og mæting 30%
Verkefni 20%
Hugtakapróf 10%