Áfangi

Maður og menning

  • Áfangaheiti: LIME2MM05
  • Undanfari: Skylduáfangi á NL-braut

Markmið

Markmið áfangans er að fjalla um eðli þeirra menningarþátta sem mótað hafa listsköpun mannsins í gegnum tíðina. Nemendur rannsaka alla þætti listalífsins, myndlist, handverk, hönnun, tónlist, dans og leiklist og kvikmyndagerð. Nemendur skoði áhrif og tilgang lista í nútíma samfélagi og í sögulegu samhengi og séu meðvitaðir um virkni listalífs og hagræn áhrif. Áfanginn er byggður upp þverfaglega þar sem nemendur rannsaka ákveðna menningarlega þætti og tímabil og kynna með ýmsum hætti eins og í formi sýningar, heimildarmyndar, bókverks, vefsíðu, menningaruppákomu, leikverks eða tónlistarmyndbands, sem og með hefðbundnum fyrirlestri eða í ritgerðarformi. Stefnt er að því starfandi listamenn kynni listgrein sína og starfsvettvang eða að vinnustofur þeirra verði heimsóttar. Þannig fá nemendur betri innsýn í hinar ýmsu listgreinar og efla hæfni sína til nýsköpunar.

Námsmat

Símat