Áfangi

Nýsköpun NL-braut

Markmið

Markmið áfangans er að nemandinn tileinki sér undirstöður aðferðafræði og hugmyndafræði nýsköpunar og fái tækifæri til að kynnast vinnuaðferðum nýsköpunar með eigin hugarsmíð. Farið er í gegnum ferli sem byggir á að vinna á skapandi hátt hugmyndavinnu þar sem skilgreind er þörf, unnið að lausnum og stefnt að afurð. Markmiðið er að nemendur þjálfist í að hugsa um marga þætti samtímis og að vinna að einni heild. Vinnuferlið frá hugmynd til verks verður þjálfað með áherslu á skapandi vinnubrögð í skissum og margs konar hönnun og líkanagerð með ýmsum efnum. Unnið frá því að hugmynd kviknar og þar til að hugmyndin hefur fengið ákveðið form. Nemandinn kynnir verkefni sín og rökstyður lausnirnar.

Námsmat

Símat