Áfangi

Hönnun tölvuleikja

Markmið

Meginmarkmið er að nemendur:

  • þekki viðmót GIMP og Multimedia Fusion og kunni að nýta hugbúnaðinn til að skapa og setja saman efni
  • þjálfist í að hugsa af nákvæmni og skipuleggja verkefni
  • þjálfist í að skilja hvernig forritun virkar
  • þjálfist í skapandi hugmyndavinnu sem einstaklingur og sem hluti af hópi
  • þekki viðmót GIMP og Multimedia Fusion
  • þekki hvar hægt sé að nálgast aðstoð og upplýsingar um áður nefnda hugbúnaði
  • geti þróað sínar eigin leikjahugmyndir
  • geti búið til prótótýpu af leikjahugmynd

Þekkingarviðmið er að nemendur hafi almenna þekkingu og skilning á:
  • hugmynda- og hönnunarvinnu
  • GIMP og Multimedia Fusion
  • uppbyggingu tölvuleikja
  • möguleikum og takmörkunum hugbúnaða
  • orðanotkun innan faggreina

Námsfyrirkomulag

Verkefnavinna, einstaklingsverkefni, og almennar umræður. Kennslan fer fram með fyrirlestrum, sýnikennslu og einstaklings leiðsögn. Unnið verður með forritin GIMP og Multimedia Fusion.

Kennslugögn

Kennslugögn og verkefni frá kennara
GIMP og Multimedia Fusion

Námsmat

Próflaus áfangi, símat sem byggist á verkefnavinnu í tímum og því mikilvægt að nemandi stundi námið samviskusamlega út önnina. Hvert og eitt verkefni gildir til lokaeinkunnar. Nauðsynlegt er að taka þátt í umræðum og skal mæting vera a.m.k. 80%.

  • Verkleg vinna í tíma gildir 60%
  • Mæting og ástundun gildir 20%
  • Lokaverkefni og kynning 20%