Áfangi

Lokaverkefni í hjúkrun

  • Áfangaheiti: HJÚK3LO03
  • Undanfari: HJÚK3FG05 (má taka samhliða)

Markmið

Í áfanganum vinna nemendur lokaverkefni sem byggir á fræðilegri þekkingu í hjúkrun. Nemendur dýpka og þjálfa færni sína í ritun heimildaritgerða og þeim fræðilegu vinnubrögðum sem krafist er við vinnslu og frágang slíkra ritgerða. Lögð er áhersla á notkun viðurkenndra heimilda innan heilbrigðisvísinda. Nemendur vinna undir verkstjórn kennara á sjálfstæðan hátt þar sem krafist er frumkvæðis, vandaðra vinnubragða, sköpunar og ábyrgðar á eigin námi. Nemendur kynna viðfangsefni sín með margvíslegum hætti á málstofu í lok annar.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestur í upphafi og svo umræðutímar með leiðbeinanda.
Þessi áfangi krefst lítillar viðveru í skóla. Þrír til fjórir fundir yfir önnina með leiðbeinanda.

Kennslugögn

Kennari bendir á hjálpleg gögn við ritun heimildaritgerða í upphafi annar.

Námsmat

Heimildaritgerð